- Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Nepal er staðfest tala látinna eftir jarðskjálftanna mikla í Nepal nú 1.400.
- Upptök skjálftans, sem mældist 7,9 að stærð, voru um 80 kílómetrum austur af borginni Pokhara, á um tveggja kílómetra dýpi.
- Skjálftinn fannst meðal annars í Nýju-Delí og fjölda annarra borga í nágrannaríkinu Indlandi.
- Að minnsta kosti tuttugu eftirskjálftar hafa orðið.
- Þrettán hafa látist í grunnbúðum Everest.
- Sjónarvottar segja fjölda bygginga í höfuðborginni Katmandú hafa fallið saman.
- Fjögur íslensk ungmenni sem eru í ferðalagi í Nepal eru óhult og sama á við um Vilborgu Örnu Gissurardóttur og Ingólf Ragnar Axelsson sem stödd eru í grunnbúðum í hlíðum Everestfjalls.
Þúsundir munu dvelja utandyra í nótt en fjöldi snarpra eftirskjálfta hafa orðið í kjölfar þess stóra.
Björgunarlið streyma nú til Nepal til að aðstoða yfirvöld þar við að leita í rústum húsa og bygginga. Bandaríkin, Bretland, Indland og Pakistan eru á meðal þeirra ríkja sem hafa boðið fram neyðaraðstoð.
15:28: Talsmenn nepalska innanríkisráðuneytisins áætla að rúmlega þúsund fjallgöngumenn, og þar af fjögur hundruð útlendingar, hafi verið í grunnbúðum Everest eða á fjallinu sjálfu þegar skjálftinn varð.
15:15: Lögregla staðfestir að tala látinna sé nú komin yfir 1.400.
14:35: Lögregla staðfestir að 970 hafi látist í skjálftanum. Meirihluti þeirra lést í Katmandúdalnum.
14:06: Um tuttugu eftirskjálftar, yfir 4,5 að stærð, hafa fundist á svæðinu en óttast er að enn eigi mikil spenna eftir að losna úr læðingi, þannig er gert ráð fyrir öðrum stórum skjálfta í dag.
Staðfest hefur verið að þrettán hafi farist í grunnbúðum Everest. Fregnir frá vettvangi ber ekki saman um umfang skemmdanna en nokkrir fjallgöngumenn hafa biðlað til björgunarmanna um að flýta sér á svæðið en sé ástandið grafalvarlegt. Fjörutíu eru slasaðir í grunnbúðunum.
Nepölsk yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu hvað verst úti.
Fjölmargar byggingar í Katmandú eru rústir einar. Þá fórust þrjátíu og fjórir í norðurhluta Indlands, sex í Tíbet og tveir í Bangladesh. Sautján hundruð eru særðir.
Björgunarmenn eru að störfum á hamfarasvæðunum og neyðaraðstoð berst nú frá Indlandi.
11:26: Talsmaður nepalskra yfirvalda segir 597 hið minnsta hafa látist í skjálftanum. CNN greinir frá þessu.

11:05: Times of India hefur eftir lögreglu í Nepal að tala látinna sé nú komin upp í 565 manns.
10:58: Á Facebook-síðu Vilborgar Örnu Gissurardóttur segir (var birt um klukkan 9): „Skv. upplýsingum sem voru að berast frá AC, liði Vilborgar, er allt í góðu með hópinn í Camp 1. Þau halda enn sem komið er plani og verða í Camp 1 næstu tvo daga áður en þau halda áfram með aðlögunarferðina og fara upp í Camp 2. Við færum frekari fréttir þegar þær berast.
10:56: Átta manns hið minnsta létust í snjóflóðum í hlíðum Everest-fjalls nærri grunnbúðunum. NTB greinir frá þessu.
10:53: Yfirvöld á Indlandi hafa staðfest að þrettán manns hið minnsta hafi látist í landinu vegna skjálftans.
10:43: Á vef Verdens Gang segir að að minnsta kosti 449 hafi týnt lífi í skjálftanum. Þetta komi fram í nepölskum fjölmiðlum.
10:31: Fréttir hafa borist af því að tveir hið minnsta hafi látist í Bangladess og rúmlega hundrað manns slasast í skjálftanum.
10:23: Að minnsta kosti þrjátíu hafa slasast í snjóflóðum á Everest-fjalli. AP hefur þetta eftir talsmanni nepalskra yfirvalda.
10:20: Fjöldi bygginga sem standa við Durbartorgið í Katmandú og eru á heimsminjaskrá UNESCO eiga að hafa eyðilagst í skjálftanum.
10:12: Reuters greinir frá því að skjálftinn sé sá öflugasti í landinu í 81 ár.
10:10: Fréttir hafa borist af því að snjóflóð hafi víða fallið í hlíðum Everest-fjalls. Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Arnar Axelsson eru nú í grunnbúðum Everest og kemur fram á Facebook-síðu Vilborgar að þau séu bæði óhult.
Here is the video footage from my security camera that shows the earthquake! My prayers out to everyone!
Posted by Kishor Rana on Saturday, 25 April 2015
A Massive earthquake just hit Everest. Basecamp has been severely damaged. Our team is caught in camp 1. Please pray for everyone.
— Daniel Mazur (@danielmazur) April 25, 2015
Latest pics sent to ANI from Kathmandu of #earthquake aftermath pic.twitter.com/2tWgyFeMGf
— ANI (@ANI_news) April 25, 2015