Börnin skelkuð en heil á húfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 20:30 Margrét er hér með dóttur hjónanna sem sjá um börnin á heimilinu í fanginu sem þau nefndu eftir henni. Mynd/Margrét Ingadóttir Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03
Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12
Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57