Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 11:13 Úr héraðsdómi í morgun. Einar Pálmi er annar frá vinstri og Ingólfur Helgason annar frá hægri á milli lögmanna sinna. Vísir/GVA Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þinghaldi í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 10 í morgun. Það átti að hefjast klukkan 9 en fresta þurfti því um klukkutíma vegna bilunar í tölvukerfi dómsins. Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. Hann flutti enga yfirlýsingu við upphaf skýrslutöku þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins, eins og hefur verið algengt hjá sakborningum í hrunmálunum svokölluðu. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans hvað varðar viðskipti eigin viðskipta með hlutabréf í bankanum. Eiga þau viðskipti að hafa farið fram með það að augnamiði að halda gengi bréfanna uppi.Áttaði sig ekki strax á hver réði öllu Líkt og áður spyr saksóknari mikið út í samskipti þeirra sem eru ákærðir í málinu en Einar var næsti yfirmaður verðbréfasalanna Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar sem sáu aðallega um viðskipti með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta. Pétur og Birnir gáfu skýrslu fyrir dómi í seinustu viku og sögðust hafa fengið fyrirmæli um viðskiptin ýmist frá Einari eða Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Saksóknari spurði Einar út í samskipti hans við Ingólf á ákærutímabilinu. „Við áttum ágæt samskipti þarna. Eftir að ég byrjaði þarna í apríl 2007 var ég smá tíma að átta mig hvernig hlutirnir voru og ég áttaði mig ekki alveg á hver ræður öllu þarna. Samskiptin við Ingólf urðu svo meiri um haustið 2007,” svaraði Einar.„Víðsjárverðir tímar“ Björn spurði hann þá sérstaklega út í samskipti Ingólfs varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi. Sagði Einar að samskiptin hafi ekki verið mikil til að byrja með en að þau hafi aukist mikið um haustið 2007 og jukust yfir ákærutímabilið. Einar sagði Ingólf hafa lagt línuna almennt varðandi deild eigin viðskipta. „Þetta var óvenjulegt tímabil, þetta ákærutímabil, þetta voru víðsjárverðir tímar. [...]. Varðandi viðskipti með bréf í Kaupþingi þá höfðum við þrjú hlutverk. Það var seljanleiki, svona óformleg viðskiptavakt, stöðutaka og svo að aðstoða miðlun bankans, til dæmis í stærri sölum. Maður fékk einhver svona skilaboð og svo var verið að leiðbeina manni meira eftir því sem leið á tímabilið, hvernig við ættum að haga þessum þremur liðum.” Saksóknari spurði þá hvort hann hafi sett spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta. Svaraði Einar því játandi. Spurður nánar út í áhyggjur sínar af afskiptum Ingólfs, sem veitti eigin viðskiptum meðal annars auknar heimildir til að kaupa bréf í Kaupþingi, sagði Einar:Fékk nokkuð nákvæm fyrirmæli frá Ingólfi „Í byrjun var ég að velta fyrir mér sjálfstæði eigin viðskipta og skipulaginu. Það voru stór atriði þarna sem voru ekki eins og ég hélt. Ég hélt að deildin væri sjálfstæðari en þetta. Ég ræddi þetta nokkrum sinnum við regluvörð hvort ég ætti að vera að taka við fyrirmælum frá Ingólfi forstjóra og hún sagði að það væri þannig samkvæmt strúktúrnum. Það sem ég hafði áhyggjur af, og sagði henni, var að Ingólfur væri líka yfir Kínaveggjunum, að hann væri yfir öðrum deildum líka. Þá sagði hún að það væri ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur hans.” Einar benti svo á, líkt og kemur fram í gögnum málsins, að Ingólfur hafi verið í sambandi við eigin viðskipti flesta daga. Aðspurður hvort að ákvarðanavald varðandi magn og gengi tilboða hafi legið hjá deild eigin viðskipta sagði Einar að svo hafi ekki verið. Saksóknari spurði hvort að hann hafi einhvern tíma fengið bein fyrirmæli um að kaupa tiltekin bréf. „Ingólfur fylgdist með og hann gaf... ég man ekki alveg hvort það var þannig en fyrirmælin voru oft á tíðum nokkuð nákvæm.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tölvukerfi héraðsdóms liggur niðri Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli sem halda átti áfram klukkan 9 var frestað um klukkutíma. 27. apríl 2015 09:19