Hjálpargögn send til Nepal Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2015 13:31 Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu. Vísir/AFP Skortur er á vatni, mat, rafmagni og hætt er við sjúkdómum í Nepal. Talsmaður yfirvalda þar í landi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að koma þeim til hjálpar og nágrannar landsins hafa þegar sent björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsmenn og ýmsar birgðir á svæðið. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að starfsfólk þeirra vinni nú dag og nótt að því að útvega börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynleg neyðargögn. Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu, þar á meðal vatnshreinsitöflur, lyf, hreinlætisgögn, næringarsölt og teppi. Hins vegar hafa fréttir borist af því að ekki sé hægt að lenda á flugvellinum í Kathmandu vegna anna og plássleysis og að flugvél með hjálpargögn frá Indlandi hafi þurft að snúa við. Á vef BBC segir að það hafi hægt á hjálparstarfinu. Starfsmenn UNICEF í Nepal hafa útvegað segldúk og efni í skýli fyrir fjölskyldur sem hafast nú við undir beru lofti víða á skjálftasvæðinu. Einnig hefur verið dreift tjöldum til að nota sem neyðarskýli á sjúkrahúsum fyrir stóran hóp slasaðra. Í tilkynningunni frá UNICEF segir að minnst 940 þúsund börn muni þurfa á brýnni aðstoð að halda. Á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF einsett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljón barna á skjálftasvæðunum. UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Skortur er á vatni, mat, rafmagni og hætt er við sjúkdómum í Nepal. Talsmaður yfirvalda þar í landi hefur beðið alþjóðasamfélagið um að koma þeim til hjálpar og nágrannar landsins hafa þegar sent björgunarsveitir, heilbrigðisstarfsmenn og ýmsar birgðir á svæðið. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi segir að starfsfólk þeirra vinni nú dag og nótt að því að útvega börnum og fjölskyldum þeirra nauðsynleg neyðargögn. Nú þegar hefur UNICEF sent 120 tonn af lífsnauðsynlegum hjálpargögnum með flugi til Kathmandu, þar á meðal vatnshreinsitöflur, lyf, hreinlætisgögn, næringarsölt og teppi. Hins vegar hafa fréttir borist af því að ekki sé hægt að lenda á flugvellinum í Kathmandu vegna anna og plássleysis og að flugvél með hjálpargögn frá Indlandi hafi þurft að snúa við. Á vef BBC segir að það hafi hægt á hjálparstarfinu. Starfsmenn UNICEF í Nepal hafa útvegað segldúk og efni í skýli fyrir fjölskyldur sem hafast nú við undir beru lofti víða á skjálftasvæðinu. Einnig hefur verið dreift tjöldum til að nota sem neyðarskýli á sjúkrahúsum fyrir stóran hóp slasaðra. Í tilkynningunni frá UNICEF segir að minnst 940 þúsund börn muni þurfa á brýnni aðstoð að halda. Á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF einsett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljón barna á skjálftasvæðunum. UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMSið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur til neyðaraðgerða vegna jarðskjálftans eða leggja inná söfnunarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólahringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00
Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Neyðarástand ríkir í Nepal og alþjóðleg björgunarteymi streyma til landsins, Gísli Rafn Ólafsson er á leið á vettvang. 27. apríl 2015 07:00
Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15
Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23