Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 13:02 Ingólfur Helgason og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Líkt og áður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings spilar Björn Þorvaldsson, saksóknari, fjölda símtala fyrir dómi og spyr sakborninga út úr þeim. Nú situr Einar Pálmi Sigmundsson fyrir svörum en hann var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu. Hann er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi.„Yfirstjórn sem ákvað þessi kaup” Saksóknari spilaði í morgun símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins í maí 2010. Í einu þeirra ræðir Einar Pálmi við Halldór Friðrik Þorsteinsson, stofnanda verðbréfafyrirtækisins H.F. Verðbréf, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfar Einar Pálmi þar í dag við fyrirtækjaráðgjöf. Í einu símtalanna, sem er frá 9. maí 2010, segir Einar við Halldór að það hafi verið „yfirstjórn sem ákvað þessi kaup,” og vísar þar í hlutabréfakaup eigin viðskipta Kaupþings í bankanum. Hann bætir svo við: „Ekki ég og ég held að það beri öllum ábyggilega saman um það.”„Markviss markaðsmisnotkun“ Síðar sama dag ræðir Einar aftur við Halldór sem segir við hann: „Ég get alveg borið vitni um það að ég varð aldrei var við það að þið hjá eigin viðskiptum væruð eitthvað að reyna að fiffa gengið eða halda uppi verði.” Einar tekur undir það og síðar segir Halldór: „Nei, ég meina ég fann aldrei neina lykt, skilurðu. En auðvitað eftir á að hyggja sér maður að þetta var náttúrulega alveg markviss markaðsmisnotkun af hálfu yfirmanna Kaupþings.” EP: „Já, það er bara það.” HFÞ: „Ingólfur Helgason [forstjóri Kaupþings á Íslandi] er ekkert annað en framhandleggurinn af Hreiðari [Má Sigurðssyni]. [...] Hann er eins og drusla, hann Ingólfur. Hann er bara tuskan hans Hreiðars.” Einar Pálmi segist ekkert geta sagt til um það en tekur síðar í símtalinu þó undir orð Halldórs og segir: „Hann er bara eins og þú segir, framlenging af þeim.”Yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara „mjög ákveðnar” Síðar segist hann efast um að einhver í verðbréfamiðlun bankans hafi verið að plotta eitthvað: „Þetta er bara allt saman Hreiðar og Siggi og Maggi og kannski einhver í London.” Saksóknari spurði Einar sérstaklega út í orð Halldórs um markvissa markaðsmisnotkun og að Einar hafi samsinnt því. „Þarna er ég nýkominn úr yfirheyrslum og þetta er líka rétt eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út. Það er líka búið að birta margar fréttir um að það hafi ekki verið nógu góðar tryggingar eða veð að baki lánum sem Kaupþing hafi verið að veita. Svo voru þetta líka mjög ákveðnar yfirheyrslur hjá ykkur og maður var allavega með þessa skoðun þarna.” Einar bætti því svo við, eins og sást og heyrðist á símtalinu, að þarna hafi Halldór aðallega verið að tala og hann kannski tekið undir orð hans.Segir Ingólf hafa haft afskipti af nánast öllum viðskiptum í Kaupþingi Þá var einnig spilað símtal frá því í maí 2010 á milli Einars Pálma og Birnis Sæs Björnssonar sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu ræða þeir meðal annars það að þeir efist um að Ingólfur Helgason sé sekur. Einar segist efast um að hann hafi verið að plotta eitthvað, það hafi verið „kallarnir fyrir ofan hann.” Þá ræða þeir jafnframt að þeirra viðskipti hafi alltaf verið fyrir opnum tjöldum og að þeir hafi ítrekað rætt við regluvörð bankans um störf sín. Spurði saksóknari Einar út í hvað hann hafi nákvæmlega rætt við regluvörðinn. „Ég man það ekki nákvæmlega því við töluðum svo oft saman. Við ræddum til dæmis þetta með Kínaveggina og hvort að okkur bæri að fylgja öllum fyrirmælum sem við fengum frá Ingólfi því það var þannig að hann hafði afskipti af nánast öllum viðskiptum sem fóru fram í Kaupþingi.” Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Líkt og áður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings spilar Björn Þorvaldsson, saksóknari, fjölda símtala fyrir dómi og spyr sakborninga út úr þeim. Nú situr Einar Pálmi Sigmundsson fyrir svörum en hann var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu. Hann er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi.„Yfirstjórn sem ákvað þessi kaup” Saksóknari spilaði í morgun símtöl sem hleruð voru við rannsókn málsins í maí 2010. Í einu þeirra ræðir Einar Pálmi við Halldór Friðrik Þorsteinsson, stofnanda verðbréfafyrirtækisins H.F. Verðbréf, en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins starfar Einar Pálmi þar í dag við fyrirtækjaráðgjöf. Í einu símtalanna, sem er frá 9. maí 2010, segir Einar við Halldór að það hafi verið „yfirstjórn sem ákvað þessi kaup,” og vísar þar í hlutabréfakaup eigin viðskipta Kaupþings í bankanum. Hann bætir svo við: „Ekki ég og ég held að það beri öllum ábyggilega saman um það.”„Markviss markaðsmisnotkun“ Síðar sama dag ræðir Einar aftur við Halldór sem segir við hann: „Ég get alveg borið vitni um það að ég varð aldrei var við það að þið hjá eigin viðskiptum væruð eitthvað að reyna að fiffa gengið eða halda uppi verði.” Einar tekur undir það og síðar segir Halldór: „Nei, ég meina ég fann aldrei neina lykt, skilurðu. En auðvitað eftir á að hyggja sér maður að þetta var náttúrulega alveg markviss markaðsmisnotkun af hálfu yfirmanna Kaupþings.” EP: „Já, það er bara það.” HFÞ: „Ingólfur Helgason [forstjóri Kaupþings á Íslandi] er ekkert annað en framhandleggurinn af Hreiðari [Má Sigurðssyni]. [...] Hann er eins og drusla, hann Ingólfur. Hann er bara tuskan hans Hreiðars.” Einar Pálmi segist ekkert geta sagt til um það en tekur síðar í símtalinu þó undir orð Halldórs og segir: „Hann er bara eins og þú segir, framlenging af þeim.”Yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara „mjög ákveðnar” Síðar segist hann efast um að einhver í verðbréfamiðlun bankans hafi verið að plotta eitthvað: „Þetta er bara allt saman Hreiðar og Siggi og Maggi og kannski einhver í London.” Saksóknari spurði Einar sérstaklega út í orð Halldórs um markvissa markaðsmisnotkun og að Einar hafi samsinnt því. „Þarna er ég nýkominn úr yfirheyrslum og þetta er líka rétt eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kemur út. Það er líka búið að birta margar fréttir um að það hafi ekki verið nógu góðar tryggingar eða veð að baki lánum sem Kaupþing hafi verið að veita. Svo voru þetta líka mjög ákveðnar yfirheyrslur hjá ykkur og maður var allavega með þessa skoðun þarna.” Einar bætti því svo við, eins og sást og heyrðist á símtalinu, að þarna hafi Halldór aðallega verið að tala og hann kannski tekið undir orð hans.Segir Ingólf hafa haft afskipti af nánast öllum viðskiptum í Kaupþingi Þá var einnig spilað símtal frá því í maí 2010 á milli Einars Pálma og Birnis Sæs Björnssonar sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu ræða þeir meðal annars það að þeir efist um að Ingólfur Helgason sé sekur. Einar segist efast um að hann hafi verið að plotta eitthvað, það hafi verið „kallarnir fyrir ofan hann.” Þá ræða þeir jafnframt að þeirra viðskipti hafi alltaf verið fyrir opnum tjöldum og að þeir hafi ítrekað rætt við regluvörð bankans um störf sín. Spurði saksóknari Einar út í hvað hann hafi nákvæmlega rætt við regluvörðinn. „Ég man það ekki nákvæmlega því við töluðum svo oft saman. Við ræddum til dæmis þetta með Kínaveggina og hvort að okkur bæri að fylgja öllum fyrirmælum sem við fengum frá Ingólfi því það var þannig að hann hafði afskipti af nánast öllum viðskiptum sem fóru fram í Kaupþingi.”
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38 Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Hélt Hreiðari Má vel upplýstum um viðskipti með bréf í bankanum Skýrslutöku yfir Birni Sæ Björnssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá eigin viðskiptum Kaupþings, lauk klukkan 15 í dag, degi á undan áætlun. 24. apríl 2015 16:38
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent