„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 16:54 Einar Pálmi Sigmundsson ásamt verjanda sínum Gizuri Bergsteinssyni. vísir/gva Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, lagði áherslu á það við skýrslutöku í dag að hann hafi ekki haft nein völd þegar kom að því að eiga viðskipti með hlutabréf bankans. Öll fyrirmæli hafi komið frá forstjóra Kaupþings á Íslandi, Ingólfi Helgasyni. Vísaði hann meðal annars til þessa þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja út í einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Saksóknari spilaði símtal Einars við verðbréfasalann Pétur Kristinn Guðmarsson sem einnig er ákærður í málinu: PKG: „Þetta er á svipuðu leveli og við ákváðum að setja niður hælana í gær.” EPS: „Já, eins og hann var að segja í gær, við erum þannig ekkert að setja niður hælana, bara svona, við eigum að stoppa frjálst fall raunverulega .”Ekki klárir á hvaða skilaboð Ingólfur var að senda Stuttu síðar í símtalinu segir Einar við Pétur að þegar þetta sé komið á eitthvað ákveðið level eigi að „styðja við það.” Saksóknari spurði Einar hvað þeir Pétur hafi verið að ræða í símtalinu. „Við vorum báðir þátttakendur í samtali við Ingólf daginn áður og erum greinilega ekki alveg klárir á því hver skilaboðin voru frá honum. Pétur heldur að hann vilji að við komum sterkir inn en ég vil meina... þetta með að stoppa frjálst fall. Það felur í raun í sér að ef þú ert með vakt eða seljanleika í verðbréfi þá er lágmark að þú stoppir frjálst fall sem á sér ekki stoð í grundvallarbreytingu á markaði,” sagði Einar. Saksóknari spurði þá af hverju það hafi átt að „styðja við” þegar það væri komið á ákveðið level. „Þetta virkar þannig að ef þú ert með öfluga viðskiptavakt þá ertu alltaf að styðja við verðbréf sem er á leiðinni niður. Það er hlutverk viðskiptavaktar að minnka sveiflur, líka þegar að verðið er upp á við. [...] Við notum bara þetta orðfæri, að styðja við.”Ósáttur við hversu mikið þeir keyptu en seldu lítið á móti Hann var þá spurður hvort að þetta hafi verið fyrirmæli frá honum sjálfum eða Ingólfi. „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi. Það var lögð almenn lína og svo nánari lína,” svaraði Einar. Áður hafði Einar greint frá því að eigin viðskipti Kaupþings hafi verið óformlegur viðskiptavaki í hlutabréfum bankans. Hann hafi hins vegar verið ósáttur við hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér og seldi lítið, eins og væri hlutverk formlegra viðskiptavaka. Þeir ættu ekki bara að kaupa, líka selja.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur