Skjálftinn í Nepal: Bjargað eftir 82 tíma í rústunum Atli ÍSleifsson skrifar 29. apríl 2015 10:19 Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn skóri varð. Vísir/AFP Frönsk björgunarsveit bjargaði í dag hinum 28 ára Rishi Khanal úr rústum byggingar í Katmandú þar sem hann hafði verið fastur í 82 klukkustundir. Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn stóri varð á laugardaginn. Hann segir að byggingin hafi byrjað að vagga á laugardaginn en síðan hafi allt orðið svart. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,8 að stærð og stóð yfir í rúmar tvær mínútur. Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist í skjálftanum og er óttast að fjöldinn komi til með að hækka enn frekar. Fjölda fólks er enn saknað. Khanal lýsir því hvernig hann hafi verið fastur í rústum byggingarinnar þegar hann komst til meðvitundar. Hann byrjaði þá að hrópa á hjálp og en það var fyrst þremur sólarhringum síðar sem franska sveitim kom honum til bjargar. Khanal segir að allt í kringum hann hafi verið lík látinna íbúa hússins. Hann segir að lyktin af rotnandi líkum hafi magnast með hverjum klukkutíma og að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til að deyja ekki úr vökvaskorti. „Í gær hafði ég misst alla trú og var viss um að ég yrði eftir í rústunum. Ég var viss um að ég myndi deyja þar. Neglur mínar voru alveg hvítar og varirnar sprungnar. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að banka og að lokum var einhver sem heyrði í mér og aðstoð barst,“ segir Khanal í samtali við ITV. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00 Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Frönsk björgunarsveit bjargaði í dag hinum 28 ára Rishi Khanal úr rústum byggingar í Katmandú þar sem hann hafði verið fastur í 82 klukkustundir. Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn stóri varð á laugardaginn. Hann segir að byggingin hafi byrjað að vagga á laugardaginn en síðan hafi allt orðið svart. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,8 að stærð og stóð yfir í rúmar tvær mínútur. Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist í skjálftanum og er óttast að fjöldinn komi til með að hækka enn frekar. Fjölda fólks er enn saknað. Khanal lýsir því hvernig hann hafi verið fastur í rústum byggingarinnar þegar hann komst til meðvitundar. Hann byrjaði þá að hrópa á hjálp og en það var fyrst þremur sólarhringum síðar sem franska sveitim kom honum til bjargar. Khanal segir að allt í kringum hann hafi verið lík látinna íbúa hússins. Hann segir að lyktin af rotnandi líkum hafi magnast með hverjum klukkutíma og að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til að deyja ekki úr vökvaskorti. „Í gær hafði ég misst alla trú og var viss um að ég yrði eftir í rústunum. Ég var viss um að ég myndi deyja þar. Neglur mínar voru alveg hvítar og varirnar sprungnar. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að banka og að lokum var einhver sem heyrði í mér og aðstoð barst,“ segir Khanal í samtali við ITV.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00 Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00
Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00
Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00
Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42