Innlent

Stjórnmálamenn bera ábyrgð á háu fasteignaverði

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ábyrgðina á háu fasteignaverði liggja hjá stjórnmálamönnum.
Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ábyrgðina á háu fasteignaverði liggja hjá stjórnmálamönnum. Vísir/Vilhelm
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnmálamenn beri ábyrgð á háu fasteignaverði. Það væru ríkisbankinn Landsbankinn og Íbúðalánasjóður sem héldu fasteignaverði uppi ásamt hinum viðskiptabönkunum.



„Ég hef áhyggjur af stöðu ungs fólks. Leigan á höfuðborgarsvæðinu er mjög há og fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu er mjög hátt og það erum við stjórnmálamenn sem höldum því uppi,“ sagði þingmaðurinn.



Hann sagði að lækka þyrfti verð á eignum í eðlilegt markaðsverð. „Við högnumst ekki á því að fyrirtæki og stofnanir í eigu skattgreiðenda þurfi að borga viðhaldið í tómu húsnæði,“ sagði hann.



Guðlaugur sagði einnig að skoða þyrfti lög um greiðslumat. „Við settum lög hér um greiðslumat sem gerir það að verkum að fólk neyðist til að leigja þó það væri ódýrara fyrir það að kaupa,“ sagði hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×