Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 14:36 Heiðrún Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Vísir/Ívar Fannar Svokölluð forstjórasvindl eru algengari yfir hátíðirnar og segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu fólk þurfa ávallt að hafa varann á. Dæmi er um að íslenskt fyrirtæki hafi millifært tæpar hundrað milljónir á svikahrappa, en sem betur fer tókst að endurheimta peninginn. Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún. Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Forstjórasvindl, eða CEO Fraud, virka þannig að starfsmaður fyrirtækis fær póst frá óprúttnum aðila sem þykist vera yfirmaður hans. Póstarnir eru missannfærandi en í þeim kemur oftast fram að starfsmaðurinn eigi að millifæra háar upphæðir á reikning í eigu svikarans, eða að hann eigi að greiða reikning sem svikarinn hefur sent fyrirtækinu. Svindlið er algengara yfir hátíðirnar, til að mynda jól og páska, þar sem starfsmenn gætu verið í fríi eða í fjarvinnu. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, segir netglæpamenn geta valdið miklum skaða. „Stundum er þetta þannig að þetta er viðskiptavinur hjá stóru fyrirtæki, sem segist allt í einu vera búinn að breyta um bankaupplýsingar. Þetta þurfi að fara á nýja reikninga. Það er ákveðin viðvörun. Allt svona nýtt, það þarf að skoða vel. Þeir segja oft að það liggi rosa oft á þessu en í öllum tilvikum ætti fólk bara að taka upp símann og hringja,“ segir Heiðrún. Íslenskt stórfyrirtæki lenti nýverið í því að starfsmaður millifærði tugi milljóna til netsvindlara. Það tókst að ná peningnum til baka, en það er ekki alltaf raunin. „Þetta er farið út úr landi fljótt. Þá getur verið mjög erfitt að fylgja þessu eftir og stöðva þetta. En það sem þarf að gera er að hafa strax samband við bankann sinn. Reyna að stöðva þetta, oft á tíðum er það of seint, en það sem sérfræðingar bankanna gera er að elta greiðsluna og reyna að stoppa hana þar, en oft á tíðum er það einfaldlega farið,“ segir Heiðrún. Netsvindlarar eru að verða betri í sinni grein. „Þeir eru sífellt að verða tæknivæddri og þróaðri svo þetta er erfiðara. Það er bara sífelld fjölgun í þessum málum. Fjölbreytileikinn að verða meiri og erfitt að sjá í gegnum þetta, þannig fólk þarf að sýna árvekni,“ segir Heiðrún.
Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira