Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Albert Björn Lúðvígsson lögmaður. Vísir/Bjarni Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt. Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira