Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. apríl 2025 22:56 Albert Björn Lúðvígsson lögmaður. Vísir/Bjarni Lögmaður gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hafa farið með rangt mál í tilkynningu sinni um skipan starfshóps sem yfirfara á reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hann segir þegar til staðar ákvæði í lögum um dvalarleyfi mansalsfórnarlamba, þau séu ekki nýtt. Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Dómsmálaráðherra tilkynnti nýverið að hún hefði skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið væri að fá betri yfirsýn yfir hópinn sem sækir um útgefið leyfi og fá betri yfirsýn yfir áskoranir. Sjá einnig: Skipar starfshóp um dvalarleyfi Sagði ráðherra meðal annars að ekki væri til sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur, nauðsynlegt væri að breyta því. Albert Björn Lúðvígsson lögmaður sem starfar við málaflokkinn segir ráðherra ekki fara með rétt mál. „Þó það sé mjög jákvætt að ráðherra vilji endurskoða þær umsóknir sem snúa að dvalarleyfum á Íslandi og þá löggjöf sem um það snýst þá er kannski tvennt sem vekur ótta hjá mér eða áhyggjur,“ sagði Albert. „Annars vegar er það það að ráðherra segir að hér á landi séu ekki sérstök dvalarleyfi fyrir fórnarlömb mansals, það er ekki rétt, þau eru til staðar, þeim er einfaldlega ekki beitt. Í öðru lagi þá vekur skipan starfshópsins ákveðnar áhyggjur um að það sé ansi einsleitur hópur sem þar er.“ Enginn hafi praktíska reynslu Í hópnum eru fulltrúar dómsmálaráðuneytisins, hagfræðingur á vegum Visku stéttarfélags og svo loks fulltrúi Útlendingastofnunar. „Ég sé ekki að það sé neinn í þessum hópi sem hafi praktíska reynslu af umsóknum og aðkomu að mansalsmálum eða yfirhöfuð dvalarleyfismálum og umsóknum þeirra á Íslandi. Það er mikil þekking, bæði innan Útlendingastofnunar og innan lögmannafélagsins varðandi þessar umsóknir og það er synd ef það á að endurskoða þessa löggjöf, að það skuli ekki vera leitað í þann grunn,“ sagði Albert. Tvö ákvæði séu í lögum um útlendinga sem lúta að dvalarleyfum fyrir mansalsfórnarlömbum. Ekki sé farið eftir þeim „Þarna því miður birtist hjá fagráðherra vanþekking á málaflokknum og það út af fyrir sig er líka áhyggjuefni, þegar ráðherra boðar breytingar á lögum sem heyra undir hann og þekkir ekki löggjöfina betur en þetta, þá vekur það ákveðnar áhyggjur af því hvert stefnt er og hver tilgangurinn er.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira