Markaðsmisnotkunarmálið: "Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 18:30 Ingólfur Helgason í héraðsdómi fyrr í vikunni. vísir/gva Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur borið fjölda gagna undir Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, fyrir dómi í dag. Ingólfur er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Áður en Ingólfur gaf skýrslu í dag höfðu þrír starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, sem einnig eru ákærðir vegna málsins, komið fyrir dóminn. Þá vöktu ýmis ummæli sem Ingólfur lét falla í símtölum við þá athygli og voru þau borin undir fyrrum forstjórann í dag.„Við ráðum ekki verðinu á svona degi” Í símtali frá því í desember 2007 milli Ingólfs og Birnis Sæs Björnssonar, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum, ræða þeir um högun tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings. Segir Ingólfur meðal annars að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.” Saksóknari spurði hvað hann ætti við með þessum orðum. “Þetta er greinilega óvenjulegur dagur og miklar lækkanir á markaði. Það er greinilega mikil óvissa með hvar við eigum að staðsetja tilboðin en það er ekkert hægt að ráða of mikið í þetta orðalag. Ég er bara að bakka upp starfsmenn eigin viðskipta í sínum viðskiptum,” svaraði Ingólfur.„Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Spilaður var hluti úr símtali milli Ingólfs og Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, frá því í lok janúar. Þar segir hann við Einar að þeir skuli „mynda verðið eins og fyrri daginn.” Aðspurður um þetta fyrir dómi sagði Ingólfur: „Við erum bara að tala um að halda áfram eins og venjulega á markaðnum. Það er greinilega mikið að gerast, miklar verðbreytingar og mér fannst mikilvægt að við myndum haga okkur með svipuðum hætti og alltaf.”„Æi, þetta er bara tungutak” Í janúar 2008 ræðir Ingólfur svo við Pétur Kristin Guðmarsson, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum, sem sá um viðskipti Kaupþings með eigin bréf, aðallega í sænsku kauphöllinni. Í símtalinu segir Ingólfur við Pétur að hann eigi að vera með „vegg og engin sölutilboð.” Þegar saksóknari spurði hvað hann ætti við með þessu sagði hann að þeir ætluðu greinilega að vera „firm” þennan dag. Áður hafði komið fram að „firm” þýddi að koma sterkur inn á markaðinn með kauptilboð. Saksóknari gaf lítið fyrir þetta svar og sagði að það hlyti að vera einhver munur á „vegg” og því að vera „firm”. „Æi, þetta er bara tungutak. Menn eru bara að ákveða einhvern punkt þar sem þeir vilja eignast bréf og kaupa bréfin þar.” Í sama símtali segir Ingólfur við Pétur að koma “aftur inn á tikkunum og ekkert múður.” Sagði hann að þar væri hann bara að tala um að halda áfram á markaðnum.Getur vel verið að „bankadruslan” sé KaupþingIngólfur var síðan spurður út í símtal sem hann átti við Birni Sæ þar sem hann bað verðbréfasalann að „tutla bankadruslunni yfir par.” Birnir Sær sagðist við skýrslutöku ekki muna hvaða banki hefði fengið viðurnefnið “bankadruslan.” „Sumir brandarar endast ágætlega og aðrir ekki. Það getur vel verið að við séum að tala þarna um Kaupþing,” sagði Ingólfur spurður út í þessi ummæli sín. Þá var hann jafnframt spurður út í símtal milli Einars Pálma og Birnis í lok febrúar 2008 þar sem sá fyrrnefndi sagði bankann hafa staðið frammi fyrir tveimur vondum kostum, og vitnaði þá í Ingólf. Vondu kostirnir voru þeir „að láta félagið sunka” eða „að halda genginu sæmilegu.” Ingólfur sagðist ekki kannast við að hafa sett hlutina fram með þessum hætti í samtali við Einar Pálma. „Kjarninn í þessu er að við höguðum okkur alltaf eins á markaði. Það var engin breyting á þeirri hegðun hvað mig varðar síðan 2006.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur borið fjölda gagna undir Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, fyrir dómi í dag. Ingólfur er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Áður en Ingólfur gaf skýrslu í dag höfðu þrír starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, sem einnig eru ákærðir vegna málsins, komið fyrir dóminn. Þá vöktu ýmis ummæli sem Ingólfur lét falla í símtölum við þá athygli og voru þau borin undir fyrrum forstjórann í dag.„Við ráðum ekki verðinu á svona degi” Í símtali frá því í desember 2007 milli Ingólfs og Birnis Sæs Björnssonar, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum, ræða þeir um högun tilboða eigin viðskipta í hlutabréf Kaupþings. Segir Ingólfur meðal annars að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.” Saksóknari spurði hvað hann ætti við með þessum orðum. “Þetta er greinilega óvenjulegur dagur og miklar lækkanir á markaði. Það er greinilega mikil óvissa með hvar við eigum að staðsetja tilboðin en það er ekkert hægt að ráða of mikið í þetta orðalag. Ég er bara að bakka upp starfsmenn eigin viðskipta í sínum viðskiptum,” svaraði Ingólfur.„Við skulum mynda verðið eins og fyrri daginn” Spilaður var hluti úr símtali milli Ingólfs og Einars Pálma Sigmundssonar, forstöðumanns eigin viðskipta Kaupþings, frá því í lok janúar. Þar segir hann við Einar að þeir skuli „mynda verðið eins og fyrri daginn.” Aðspurður um þetta fyrir dómi sagði Ingólfur: „Við erum bara að tala um að halda áfram eins og venjulega á markaðnum. Það er greinilega mikið að gerast, miklar verðbreytingar og mér fannst mikilvægt að við myndum haga okkur með svipuðum hætti og alltaf.”„Æi, þetta er bara tungutak” Í janúar 2008 ræðir Ingólfur svo við Pétur Kristin Guðmarsson, verðbréfasala hjá eigin viðskiptum, sem sá um viðskipti Kaupþings með eigin bréf, aðallega í sænsku kauphöllinni. Í símtalinu segir Ingólfur við Pétur að hann eigi að vera með „vegg og engin sölutilboð.” Þegar saksóknari spurði hvað hann ætti við með þessu sagði hann að þeir ætluðu greinilega að vera „firm” þennan dag. Áður hafði komið fram að „firm” þýddi að koma sterkur inn á markaðinn með kauptilboð. Saksóknari gaf lítið fyrir þetta svar og sagði að það hlyti að vera einhver munur á „vegg” og því að vera „firm”. „Æi, þetta er bara tungutak. Menn eru bara að ákveða einhvern punkt þar sem þeir vilja eignast bréf og kaupa bréfin þar.” Í sama símtali segir Ingólfur við Pétur að koma “aftur inn á tikkunum og ekkert múður.” Sagði hann að þar væri hann bara að tala um að halda áfram á markaðnum.Getur vel verið að „bankadruslan” sé KaupþingIngólfur var síðan spurður út í símtal sem hann átti við Birni Sæ þar sem hann bað verðbréfasalann að „tutla bankadruslunni yfir par.” Birnir Sær sagðist við skýrslutöku ekki muna hvaða banki hefði fengið viðurnefnið “bankadruslan.” „Sumir brandarar endast ágætlega og aðrir ekki. Það getur vel verið að við séum að tala þarna um Kaupþing,” sagði Ingólfur spurður út í þessi ummæli sín. Þá var hann jafnframt spurður út í símtal milli Einars Pálma og Birnis í lok febrúar 2008 þar sem sá fyrrnefndi sagði bankann hafa staðið frammi fyrir tveimur vondum kostum, og vitnaði þá í Ingólf. Vondu kostirnir voru þeir „að láta félagið sunka” eða „að halda genginu sæmilegu.” Ingólfur sagðist ekki kannast við að hafa sett hlutina fram með þessum hætti í samtali við Einar Pálma. „Kjarninn í þessu er að við höguðum okkur alltaf eins á markaði. Það var engin breyting á þeirri hegðun hvað mig varðar síðan 2006.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23 Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23 Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01 Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03 Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru bara einhverjir aulabrandarar okkar á milli“ Saksóknari spurði Ingólf Helgason hver þessi „dauði köttur” hefði verið. 29. apríl 2015 14:23
Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi „Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,“ segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 10:23
Markaðsmisnotkunarmálið: „Við ráðum ekki verðinu á svona degi“ Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta, svaraði spurningum saksóknara meðal annars um samtöl sín við Ingólf Helgason, fyrrverandi yfirmann sinn. 24. apríl 2015 10:01
Markaðsmisnotkunarmálið: Leitaði frekar til Sigurðar en Hreiðars Más "Ég setti stefnuna um hvað bankinn ætti að eiga mikið hverju sinni. Hreiðar og Sigurður fólu mér að annast þessi viðskipti, sjá um þessa deild, en dagleg samskipti við þá voru ekki mikil,” segir Ingólfur Helgason. 29. apríl 2015 13:03
Man ekki hvaða banki fékk viðurnefnið „bankadruslan” Svo virðist sem að starfsmenn og stjórnendur Kaupþings hafi haft nokkrar áhyggjur af stöðunni á mörkuðum í upphafi árs 2008. 24. apríl 2015 12:41
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11