Endurheimtir Cro Cop sál sína í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. apríl 2015 12:45 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz MMA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz
MMA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Sjá meira