Fyrstu fjórum þáttunum í nýrri þáttaröð af Game of Thrones hefur verið lekið á netið. Þáttunum var lekið í gær en fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð verður frumsýndur í kvöld.
Samkvæmt Mashable virðist vera sem þættirnir hafi verið afritaðir af DVD diskum sem blaðamönnum voru afhentir til umfjöllunar. Öll eintökin voru með stafrænu vatnsmerki en það hefur verið falið í þáttunum sem láku.
Þátturinn verður sýndur á Stöð 2 á sama tíma og hann er sýndur á HBO í Bandaríkjunum. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld.

