Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís var að vonum ánægð eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marínó „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
„Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira