Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís var að vonum ánægð eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marínó „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent Ísland Got Talent Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
„Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent
Ísland Got Talent Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira