Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2015 16:18 Vilhjálmur skýtur föstum skotum á Samtök atvinnulífins. vísir/gva/anton brink „Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
„Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf