Fótbolti

Bayern fékk skell í Portúgal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricardo Quaresma hefur skorað tvö mörk fyrir Porto.
Ricardo Quaresma hefur skorað tvö mörk fyrir Porto. vísir/getty
Porto er í góðri stöðu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 3-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Bayern München á heimavelli.

Bayern fékk vænan skell strax á fyrstu tíu mínútunum en Porto komst í 2-0 forystu. Ricardo Queresma skoraði úr vítaspyrnu eftir að Manuel Neuer, markvörður Bayern, braut á Martinez, og svo öðru sinni stuttu síðar eftir að hafa fært sér slæm mistök varnarmannsins Dante í nyt.

Thiago skoraði þó dýrmætt útivallarmark um miðjan fyrri hálfleikinn en Martinez náði að gefa Porto tveggja marka forystu á ný eftir að hafa leikið á Neuer í markinu.

Bayern saknaði lykilmanna í kvöld og var liðið talsvert frá sínu besta. Liðið á þó heimaleikinn eftir en liðin mætast í Bæjaralandi í næstu viku. Bayern hafði þar til í kvöld aldrei tapað í Portúgal.

Porto komst síðast í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2004, er það fór alla leið og vann keppnina undir stjórn Jose Mourinho.

Ricardo Quaresma skoraði fyrir Porto strax á 3. mínútu: Quaresma skoraði fyrir aftur fyrir Porto á 10. mínútu: Thiago minnkaði muninn fyrir Bayern á 29. mínútu: Jackson Martínez skoraði þriðja mark Porto á 65. mínútu:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×