Erlent

Einn nánasti samstarfsmaður Saddams Hussein felldur

Atli Ísleifsson skrifar
Izzat al-Douri var hægri hönd Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks.
Izzat al-Douri var hægri hönd Saddams Hussein, fyrrum einræðisherra Íraks. Vísir/AFP
Izzat al-Douri, einn leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS og einn nánasti samstarfsmaður Saddams Hussein, hefur verið felldur í umfangsmikilli hernaðaraðgerð í Írak. Frá þessu var greint á vef Al Arabiya fyrr í dag.

Héraðsstjóri Salahaddin staðfesti fall al-Douri og sagði hann hafa verið heilann á bak við ISIS í Írak. Sagði hann fall al-Douri vera mikið áfall fyrir samtökin.

Hinn 72 ára al-Douri gegndi embætti varaforseta Byltingarráðsins í stjórnartíð Husseins.

Hann lagði á flótta eftir innrás Bandaríkjahers árið 2003 og er talinn hafa skipulagt árásir liðsmanna ISIS gegn ríkisstjórn landsins sem sjítar leiða.

Izzat al-Douri.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×