Gríðarlegur fjöldi erlendra vígamanna berst með hryðjuverkahópum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. apríl 2015 22:20 Frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Vísir/AFP Meira en 25.000 útlendingar frá yfir 100 löndum hafa ferðast til annarra landa til þess að berjast með hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda og Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu.Ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til SýrlandsÍ skýrslunni er fjallað um nokkra af þessum vígamönnum, meðal annars Michael Wolfe sem er 23 ára gamall Texasbúi. Hann ætlaði að fljúga til Íslands og þaðan til Tyrklands. Frá Tyrklandi ætlaði hann svo til Sýrlands til þess að taka þátt í stríðinu með Íslamska ríkinu. Wolfe leitaði ráða varðandi ferðalög sín hjá leynilögreglumanni FBI, án þess auðvitað að vita að viðkomandi starfaði þar. Hann var því handtekinn áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Íslands.Samfélagsmiðlar mikilvægir fyrir hryðjuverkahópaMikill fjöldi þeirra sem fara til Sýrlands og Íraks koma frá Túnis, Marokkó, Frakklandi og Rússlandi. Þá hefur einnig aukist að menn komi frá Maldíveyjum, Finnland og Trínidad og Tóbagó. Þá er augljóst af skýrslu Sameinuðu þjóðanna hversu stóru hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því að tengja hryðjuverkahópana við fólk alls staðar úr heiminum. Kalla skýrsluhöfundar eftir meiri samvinnu á milli þjóða við það að reyna að komast að því hverjir það eru sem fara til þess að berjast með hryðjuverkahópum. Trínidad og Tóbagó Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Meira en 25.000 útlendingar frá yfir 100 löndum hafa ferðast til annarra landa til þess að berjast með hryðjuverkahópum á borð við al-Qaeda og Íslamska ríkið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir að frá miðju síðasta ári og þar til í mars á þessu ári hafi fjöldi erlendra vígamanna í heiminum aukist um 71%. Langflestir ferðast til Sýrlands og Íraks. Talið er að allt að 22.000 útlendingar séu í Sýrlandi og Írak gagngert til þess að berjast, 6.500 eru sagðir vera í Írak og nokkur hundruð í Jemen, Líbýu, Pakistan og Sómalíu.Ætlaði að fljúga í gegnum Ísland á leið sinni til SýrlandsÍ skýrslunni er fjallað um nokkra af þessum vígamönnum, meðal annars Michael Wolfe sem er 23 ára gamall Texasbúi. Hann ætlaði að fljúga til Íslands og þaðan til Tyrklands. Frá Tyrklandi ætlaði hann svo til Sýrlands til þess að taka þátt í stríðinu með Íslamska ríkinu. Wolfe leitaði ráða varðandi ferðalög sín hjá leynilögreglumanni FBI, án þess auðvitað að vita að viðkomandi starfaði þar. Hann var því handtekinn áður en hann fór frá Bandaríkjunum til Íslands.Samfélagsmiðlar mikilvægir fyrir hryðjuverkahópaMikill fjöldi þeirra sem fara til Sýrlands og Íraks koma frá Túnis, Marokkó, Frakklandi og Rússlandi. Þá hefur einnig aukist að menn komi frá Maldíveyjum, Finnland og Trínidad og Tóbagó. Þá er augljóst af skýrslu Sameinuðu þjóðanna hversu stóru hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því að tengja hryðjuverkahópana við fólk alls staðar úr heiminum. Kalla skýrsluhöfundar eftir meiri samvinnu á milli þjóða við það að reyna að komast að því hverjir það eru sem fara til þess að berjast með hryðjuverkahópum.
Trínidad og Tóbagó Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna