Erlent

Krefst að mannúðaraðstoð berist flóttafólki í Damaskus

Atli Ísleifsson skrifar
Um 18 þúsund manns dvelja í búðunum.
Um 18 þúsund manns dvelja í búðunum. Vísir/AFP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krefst þess að neyðar- og mannúðaraðstoð berist tafarlaust til palestínsku flóttamannabúðanna Yarmuk suður af sýrlensku höfuðborginni Damaskus.

Liðsmenn ISIS náðu í síðustu viku hluta búðanna á sitt vald og lýsir öryggisráðið ástandinu í búðunum sem „ólýsanlega ómanneskjulegu“.

Í frétt BBC kemur fram að þau fimmtán ríki sem sæti eiga í ráðinu hafi krafist þess í dag að nauðsynleg hjálp bærist flóttafólkinu þegar í stað. Ástandið í búðunum hafi aldrei verið alvarlegra.

Flóttamannabúðirnar voru reistar upp úr 1948 og dvelja nú um 18 þúsund manns í búðunum, þar af um 3.500 börn.

Talsmaður palestínsku frelsishreyfingingarinnar PLO segir að um tvö þúsund manns hafi flúið búðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×