Erlent

Svíþjóð tekur þátt í baráttunni gegn ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
35 sænskir hermenn verða sendir til Írak.
35 sænskir hermenn verða sendir til Írak. Vísir/EPA
Svíþjóð mun senda hermenn til Írak, þar sem þeir munu aðstoða í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Yfirvöld í Stokkhólmi tilkynntu þetta í dag, en þeim hafði borist beiðni frá Bagdad um að veita Írökum aðstoð.

Svíar munu senda 35 hermenn, sem staðsettir verða í Norður-Írak. Þar munu þeir þjálfa þarlenda hermenn og ráðleggja þeim í bardögum við vígamenn ISIS.

„Samstaða gegn hryðjuverkum, er lykillinn að sigri,“ segja Margot Wallstrom, utanríkisráðherra, og Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra, í grein á vef Dagens Nyheter. „Við munum halda áfram að styjða þá baráttu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×