Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Guðrún Ansnes skrifar 30. mars 2015 14:43 Áhorfendur létu dansparið heyra það í kjölfar þátttöku í þættinum í gær. Vísir/Andri Marino „Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“ Ísland Got Talent Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
„Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“
Ísland Got Talent Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira