Hamfarakenndar breytingar á norðurslóðum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. mars 2015 18:21 Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum. Á þessum tíma árs nær umfang hafíss í Norðuríshafi vetrarhámarki. Á dögunum urðu vísindamenn vitni að því þegar þetta hámark náði sögulegum lægðum. Hlýnun Jarðar er hvað mest á norðurslóðum og Norðurskautið er góður mælikvarði á þessar breytingar. Þegar vetrarís nær hámarki tekur hann að bráðna og í sumar nær hann lágmarki sínu. Minni vetrarís er traust vísbending um um lítinn ís í lok sumars.Guli liturinn sýnir hvernig vetrar-hámarkið hefur minnkað síðan 1980.VÍSIR/NASAMyndband sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á dögunum sýnir útbreiðslu hafíss á norðurslóðum í vetur. Þar sést hvernig umfang hans fer minnkandi við strendur Rússlands og Alaska, einnig hvernig vetrarhafísinn hefur minnkað á síðustu 35 árum. „Það er minni ís framleiddur í vetur, þegar hann er í hámarki,“ segir Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur. „Þá er minna sem kemur inn á sumarið til bráðnunar og hafið er þá opnara í sumar og þá höfum við nauðsynlega forsendu fyrir því að það verði lítill ís í lok sumars.“ Vísindamenn eru sannfærðir um að bráðnun hafís sé knúin áfram af loftslagsbreytingum. Áætlað er að höfin gleypi 70-80% af hlýnun Jarðar, ef litið er til orkumagns. Áhrifin eru margþætt. Allt frá nýjum siglingaleiðum yfir sumarmánuði, til mögulegra áhrif á veðurfar.Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur.„Það er alveg greinilegt að þessi opnun er að hafa áhrif á veðrakerfin. Það er að verða vindasamara, ísinn streymir hraðar og það eru ýmsar breytingar sem eru til þess að fallnar að hafa víðtæk áhrif á loftslagskerfin.“ Sem dæmi um breytingar á pólhafinu nægir að horfa á uppbrot í Beaufort-hafi. Í myndskeiði sem háskólinn í Delaware tók saman í mars árið 2013 sést hvernig ísbreiðan hrynur í sundur í mars og febrúar. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er rúmmál af ísi í pólhafinu í desember svipað og var í sumar-lágmarki 1979. Þannig að það er orðið sumarástand um miðjan vetur samanborið við 1979,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt getur hafís og bráðnun hans ekki orðið til þess að hækka sjávarborð. Þar með er ekki sagt að bráðnun ísmassa sé ekki áhyggjuefni. Stærra og opnara hafsvæði gleypir meira sólarljós en það sem þakið er hafís. Svæðið hitnar í kjölfarið og sú staðreynd skiptir sannarlega máli þegar framtíð Grænlandsjökuls er annars vegar.Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart.VÍSIR/GETTYBráðni íshella Grænlands, sem er í kringum 2.850.000 rúmkílómetrar af ferskvatni, mun hnattrænt sjávarborð hækka um 7 metra að meðaltali. Grænlandsjökull bráðnar hratt um þessar mundir. Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart. Minnkunin sé stöðug. Þetta á bæði við um útbreiðslu og ísmassa – það er þynnra sem er eftir. Ótrúlegt uppbrot Beaufort-hafi náðist á gervitunglamynd í mars 2013.VÍSIR/HÁSKÓLINN Í DELAWAREÞessar hröðu og miklu breytingar hafa komið vísindamönnum í opna skjöldu enda gera loftslagslíkön ekki ráð fyrir svo mikilli bráðnun. Björn segir tölurnar tala sínu máli. „Í raun og veru segja gögnin miklu skýrari sögu heldur en líkönin sem eru að reyna að lýsa þessu. [...] Líkön eru ófullkomin og það er mikil vinna í gangi við að koma þeim lengra.“ „Alveg frá 2007 hefur mér fundist þetta vera hamfarakenndar breytingar í pólhafinu,“ segir Björn. „Hafísinn hefur orðið merki loftslagsbreytinga. Það er eiginlega synd til þess að vita að við getum skilið þetta betur með rannsóknum og svarað þessari spurningu um hvort að þetta haldi áfram.“ Loftslagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stórfelldar breytingar eiga sér stað í Norðuríshafi þar sem umfang hafíss minnkar hratt með hækkandi meðalhitastigi Jarðar. Hafeðlisfræðingur segir pólísinn vera táknmynd loftslagsbreytinga og lýsir þróuninni sem hamfarakenndum breytingum. Á þessum tíma árs nær umfang hafíss í Norðuríshafi vetrarhámarki. Á dögunum urðu vísindamenn vitni að því þegar þetta hámark náði sögulegum lægðum. Hlýnun Jarðar er hvað mest á norðurslóðum og Norðurskautið er góður mælikvarði á þessar breytingar. Þegar vetrarís nær hámarki tekur hann að bráðna og í sumar nær hann lágmarki sínu. Minni vetrarís er traust vísbending um um lítinn ís í lok sumars.Guli liturinn sýnir hvernig vetrar-hámarkið hefur minnkað síðan 1980.VÍSIR/NASAMyndband sem bandaríska geimferðastofnunin NASA birti á dögunum sýnir útbreiðslu hafíss á norðurslóðum í vetur. Þar sést hvernig umfang hans fer minnkandi við strendur Rússlands og Alaska, einnig hvernig vetrarhafísinn hefur minnkað á síðustu 35 árum. „Það er minni ís framleiddur í vetur, þegar hann er í hámarki,“ segir Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur. „Þá er minna sem kemur inn á sumarið til bráðnunar og hafið er þá opnara í sumar og þá höfum við nauðsynlega forsendu fyrir því að það verði lítill ís í lok sumars.“ Vísindamenn eru sannfærðir um að bráðnun hafís sé knúin áfram af loftslagsbreytingum. Áætlað er að höfin gleypi 70-80% af hlýnun Jarðar, ef litið er til orkumagns. Áhrifin eru margþætt. Allt frá nýjum siglingaleiðum yfir sumarmánuði, til mögulegra áhrif á veðurfar.Björn Erlingsson, hafeðlisfræðingur.„Það er alveg greinilegt að þessi opnun er að hafa áhrif á veðrakerfin. Það er að verða vindasamara, ísinn streymir hraðar og það eru ýmsar breytingar sem eru til þess að fallnar að hafa víðtæk áhrif á loftslagskerfin.“ Sem dæmi um breytingar á pólhafinu nægir að horfa á uppbrot í Beaufort-hafi. Í myndskeiði sem háskólinn í Delaware tók saman í mars árið 2013 sést hvernig ísbreiðan hrynur í sundur í mars og febrúar. „Ef við setjum þetta í samhengi þá er rúmmál af ísi í pólhafinu í desember svipað og var í sumar-lágmarki 1979. Þannig að það er orðið sumarástand um miðjan vetur samanborið við 1979,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt getur hafís og bráðnun hans ekki orðið til þess að hækka sjávarborð. Þar með er ekki sagt að bráðnun ísmassa sé ekki áhyggjuefni. Stærra og opnara hafsvæði gleypir meira sólarljós en það sem þakið er hafís. Svæðið hitnar í kjölfarið og sú staðreynd skiptir sannarlega máli þegar framtíð Grænlandsjökuls er annars vegar.Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart.VÍSIR/GETTYBráðni íshella Grænlands, sem er í kringum 2.850.000 rúmkílómetrar af ferskvatni, mun hnattrænt sjávarborð hækka um 7 metra að meðaltali. Grænlandsjökull bráðnar hratt um þessar mundir. Björn segir nýfallið met vetraríssins í pólhafinu ekki koma á óvart. Minnkunin sé stöðug. Þetta á bæði við um útbreiðslu og ísmassa – það er þynnra sem er eftir. Ótrúlegt uppbrot Beaufort-hafi náðist á gervitunglamynd í mars 2013.VÍSIR/HÁSKÓLINN Í DELAWAREÞessar hröðu og miklu breytingar hafa komið vísindamönnum í opna skjöldu enda gera loftslagslíkön ekki ráð fyrir svo mikilli bráðnun. Björn segir tölurnar tala sínu máli. „Í raun og veru segja gögnin miklu skýrari sögu heldur en líkönin sem eru að reyna að lýsa þessu. [...] Líkön eru ófullkomin og það er mikil vinna í gangi við að koma þeim lengra.“ „Alveg frá 2007 hefur mér fundist þetta vera hamfarakenndar breytingar í pólhafinu,“ segir Björn. „Hafísinn hefur orðið merki loftslagsbreytinga. Það er eiginlega synd til þess að vita að við getum skilið þetta betur með rannsóknum og svarað þessari spurningu um hvort að þetta haldi áfram.“
Loftslagsmál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira