Arnar Grétars: Ég er ekkert hoppandi kátur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2015 18:16 Arnar Grétarsson. vísir/getty „Hvað á maður að segja?," voru fyrstu viðbrögð þjálfara Breiðabliks, Arnars Grétarssonar, við því að Kristján Flóki Finnbogason væri búinn að semja við FH. Arnar taldi það vera klárt að Kristján Flóki myndi spila með Blikum enda sendu Blikar frá sér fréttatilkynningu þann 17. mars að leikmaðurinn væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Það reyndist ekki vera rétt enda hafði leikmaðurinn ekki skrifað undir neitt. Í gærkvöldi gáfu Blikar aftur á móti frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að félagið hefði náð samkomulagi við leikmanninn og danska liðið FCK þar sem hann var að spila.Sjá einnig: Kristján Flóki skrifaði undir þriggja ára samning við FH Í dag skrifaði svo móðir Kristjáns Flóka undir samning við FH fyrir hönd sonar síns. Þessu ótrúlega máli er því formlega lokið. Hann mun spila með uppeldisfélagi sínu eftir allt saman. „Fyrst þetta er niðurstaðan þá óska ég honum góðs gengis hjá FH. Þetta er búið að vera leiðindamál," segir Arnar en hann þarf nú liðsstyrk. Ekki bara missti hann Kristján Flóka heldur er Elvar Páll Sigurðsson farinn í Leikni, Elfar Árni Aðalsteinsson í KA og Árni Vilhjálmsson fór til Noregs. „Þetta er ekkert frábært. Það gefur augaleið. Ég er ekkert hoppandi kátur með þetta. Þetta eru bara leiðindi og nú er það afgreitt. Það þýðir ekkert að ræða það meira núna. „Ég veit ekki hvort það verði einhverjir eftirmálar af þessu máli. Við erum að skoða okkar leikmannamál á fullu. Við ætluðum að bæta einum manni ásamt Kristjáni Flóka en nú breytist það í tvo leikmenn." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján Flóki er ekki samningsbundinn Breiðabliki Sóknarmaðurinn ungi skrifaði ekki undir samning við Breiðablik. 24. mars 2015 12:13 Kristján Flóki í Breiðablik Efnilegur sóknarmaður snýr aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliði FCK. 17. mars 2015 16:25 Blikar náðu samkomulagi í gegnum umboðsmann Kristjáns Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu vegna mála Kristjáns Flóka Finnbogasonar. 23. mars 2015 19:32 Kristján Flóki búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH Málinu lokið og unglingalandsliðsmaðurinn kominn heim í Kaplakrika. 24. mars 2015 17:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
„Hvað á maður að segja?," voru fyrstu viðbrögð þjálfara Breiðabliks, Arnars Grétarssonar, við því að Kristján Flóki Finnbogason væri búinn að semja við FH. Arnar taldi það vera klárt að Kristján Flóki myndi spila með Blikum enda sendu Blikar frá sér fréttatilkynningu þann 17. mars að leikmaðurinn væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Það reyndist ekki vera rétt enda hafði leikmaðurinn ekki skrifað undir neitt. Í gærkvöldi gáfu Blikar aftur á móti frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að félagið hefði náð samkomulagi við leikmanninn og danska liðið FCK þar sem hann var að spila.Sjá einnig: Kristján Flóki skrifaði undir þriggja ára samning við FH Í dag skrifaði svo móðir Kristjáns Flóka undir samning við FH fyrir hönd sonar síns. Þessu ótrúlega máli er því formlega lokið. Hann mun spila með uppeldisfélagi sínu eftir allt saman. „Fyrst þetta er niðurstaðan þá óska ég honum góðs gengis hjá FH. Þetta er búið að vera leiðindamál," segir Arnar en hann þarf nú liðsstyrk. Ekki bara missti hann Kristján Flóka heldur er Elvar Páll Sigurðsson farinn í Leikni, Elfar Árni Aðalsteinsson í KA og Árni Vilhjálmsson fór til Noregs. „Þetta er ekkert frábært. Það gefur augaleið. Ég er ekkert hoppandi kátur með þetta. Þetta eru bara leiðindi og nú er það afgreitt. Það þýðir ekkert að ræða það meira núna. „Ég veit ekki hvort það verði einhverjir eftirmálar af þessu máli. Við erum að skoða okkar leikmannamál á fullu. Við ætluðum að bæta einum manni ásamt Kristjáni Flóka en nú breytist það í tvo leikmenn."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján Flóki er ekki samningsbundinn Breiðabliki Sóknarmaðurinn ungi skrifaði ekki undir samning við Breiðablik. 24. mars 2015 12:13 Kristján Flóki í Breiðablik Efnilegur sóknarmaður snýr aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliði FCK. 17. mars 2015 16:25 Blikar náðu samkomulagi í gegnum umboðsmann Kristjáns Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu vegna mála Kristjáns Flóka Finnbogasonar. 23. mars 2015 19:32 Kristján Flóki búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH Málinu lokið og unglingalandsliðsmaðurinn kominn heim í Kaplakrika. 24. mars 2015 17:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Kristján Flóki er ekki samningsbundinn Breiðabliki Sóknarmaðurinn ungi skrifaði ekki undir samning við Breiðablik. 24. mars 2015 12:13
Kristján Flóki í Breiðablik Efnilegur sóknarmaður snýr aftur heim til Íslands eftir dvöl hjá stórliði FCK. 17. mars 2015 16:25
Blikar náðu samkomulagi í gegnum umboðsmann Kristjáns Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi í kvöld frá sér fréttatilkynningu vegna mála Kristjáns Flóka Finnbogasonar. 23. mars 2015 19:32
Kristján Flóki búinn að skrifa undir þriggja ára samning við FH Málinu lokið og unglingalandsliðsmaðurinn kominn heim í Kaplakrika. 24. mars 2015 17:45