Marc hafði betur gegn Pau í bræðraslagnum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 07:30 Marc og Pau mættust einnig í stjörnuleiknum. vísir/getty Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn: NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn:
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira