Marc hafði betur gegn Pau í bræðraslagnum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2015 07:30 Marc og Pau mættust einnig í stjörnuleiknum. vísir/getty Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn: NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Marc Gasol hafði betur gegn bróður sínum Pau Gasol í bræðraslagnum þegar Memphis Grizzlies vann Chicago Bulls, 101-91, í Chicago í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Bræðurnir hafa spilað hreint stórkostlega á tímabilinu en það var yngri bróðirinn Marc sem átti kvöldið. Staðan var 41-39 fyrir gestina í hálfleik, en þegar leikmenn gengu til búningsklefa sýndu þjálfarar Memphis leikmönnum liðsins að Marc væri alltaf laus undir körfunni. Hann þyrfti bara að fá boltann. Memphis-menn byrjuðu að dæla boltanum undir körfuna á Marc sem skoraði 15 af 23 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og hitti úr tíu af 16 skotum sínum í leikhlutanum. Auk þess að skora 23 stig og vera stigahæstur Memphis-liðsins tók Marc 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Stóri bróðir hans, Pau, skoraði 13 stig og tók 11 fráköst fyrir Chicago. Gasol-bræður berjast: Atlanta Hawks, topplið austursins, og Golden State Warriors, topplið vestursins, unnu bæði leiki sína í nótt og urðu þar með fyrstu liðin á tímabilinu til að vinna 50 leiki. Atlanta lagði Sacramento Kings, 130-105, á heimavelli þar sem liðið lét gjörsamlega rigna þriggja stiga körfum. Heimamenn skoruðu settu félagsmet og skoruðu 20 þriggja stiga körfur úr 35 skotum sem gerir 55,6 prósent nýtingu fyrir utan teiginn. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Kyle Korver skoraði þær flestar fyrir Atlanta eða sex stykki úr átta skotum. Hann endaði stigahæstur ásamt DeMarre Carrol með 20 stig. Þriggja stiga regn Atlanta: Atlanta er búið að vinna 50 leiki en tapa 13 en Golden State vinna 50 leiki og tapa 12 og er því með besta árangurinn í deildinni. Golden State vann Phoenix Suns í nótt, 98-80. Eftir að vera frekar rólegur í síðasta leik skoraði Stephen Curry 36 stig í nótt. Hann hitti úr sjö af þrettán þriggja stiga skotum sínum og gaf að auki 5 stoðsendingar. Klay Thompson bætti við 25 stigum fyrir gestina en Eric Bledsoe var stigahæstur hjá heimamönnum með 19 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Washington Wizards 69-95 Atlanta Hawks - Sacramento Kings 130-105 Miami Heat - Boston Celtics 90-100 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 91-101 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 103-114 Denver Nuggets - New York Knicks 106-78 Phoenix Suns - Golden State Warriors 80-98 LA Clippers - Minnesota Timberwolves 89-76Staðan í deildinni.Anthony Davis jafnaði persónulegt met með 43 stigum: Bosh þakkar stuðningsmönnum Miami stuðninginn:
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira