LeBron spilaði án hárbandsins en Cleveland vann samt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2015 07:30 LeBron James sýndi kollvikin og flott tilþrif í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu: NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu:
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira