Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2015 22:59 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Vísir/AFP Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. Paris St-Germain jafnaði metin tvisvar manni færri og komast á endanum áfram í átta liða úrslitin á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Ég vil reyna halda ró minni og ræða við mína leikmenn af hverju við duttum út. Ég vil fá að vita hvernig þeim leið á vellinum og reyna að finna lausnir," sagði Jose Mourinho við Sky Sports eftir leikinn. „Frammistaða okkar var ekki nógu góð. Mótherjinn var sterkari en við og þeir réðu betur við pressuna. Það var meiri pressa á okkur að vinna af því að við vorum ellefu á móti tíu og þeir höfðu engu að tapa," sagði Jose Mourinho. „Við fengum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og það er erfitt að sætta sig við það. Á síðasta tímabili töpuðum við 3-1 og það var bara ein leið í boði. 1-1 voru hættuleg úrslit. Við reyndum að vinna en það var of mikil pressa á liðinu þegar við urðum manni fleiri," sagði Mourinho. „Það voru fáir í liðinu að spila nægilega vel og þeir voru líka að spila betur sem eitt lið. Þeir hafa ástæðu til fagna en það er ekki minn stíll að sparka í borð og hurðir eftir lélegan leik. Þá er tíminn til að vera rólegur og greina leik liðsins," sagði Mourinho. „Þeir voru grimmir og voru klókir eins og við köllum þetta á meginlandinu. Það er ekki talið vera klókt að spila svona á Englandi," sagði Mourinho. „Liðin frá meginlandinu eru betur tilbúin að ráða við sálfræðilega þáttinn í tengslum við svona leik," sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Sjá meira
Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið Franska liðið Paris Saint-Germain varð í kvöld fjórða liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir að liðið náði 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge í dramatískum leik svo ekki sé meira sagt. Paris Saint-Germain fer þar með áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 15:59
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40