Chris Paul átti stórleik í sigri á OKC | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2015 07:30 Chris Paul hefur spilað mjög vel í vetur. vísir/getty Oklahoma City Thunder féll úr áttunda sæti sæti vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers 120-108. Liðið er nú hálfum leik á eftir New Orleans Pelicans í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en ljóst er að erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina á meðan Kevin Durant er meiddur. Russell Westbrook hefur verið óstöðvandi að undanförnu og hann átti góðan leik í nótt, en það var leikstjórnandi Clippers, Chris Paul, sem stal senunni. Paul skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá var DeAndre Jordan frábær undir körfunni með 18 stig og 17 fráköst. J.J. Redick skoraði 25 stig og tók 7 fráköst. Westbrook skoraði 24 stig fyrir OKC, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Anthony Morrow kom inn af bekknum og var stigahæstur liðsins með 26 stig. Chris Paul fer á kostum: Golden State vann Detroit Pistons, 105-98, á heimavelli sínum í nótt og er nú búið að vinna 51 leik í deildinni. Það er búið að vinna jafnmarga leiki og liðið gerði í fyrra þegar enn eru 19 leikir eftir. Klay Thompson var stigahæstur toppliðsins í gær með 27 stig, en honum tókst í leiknum að skora 5.000 stigið sitt í NBA-deildinni. Stephen Curry leyfði Thompson að sjá um Detroit í gær en Curry var rólegur með 9 stig og 11 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði mest fyrir gestina eða 22 stig. Curry finnur Barbosa með sendingu aftur fyrir bak: Toppliðið í austrinu, Atlanta Hawks, tapaði aftur á móti í nótt á útivelli gegn Denver Nuggets, 115-102. Þetta er áttundi heimasigur Denver í röð gegn Atlanta. Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir heimamenn í Denver og Will Barton 16 stig en þriggja stiga skyttan Kyle Korver skoraði mest fyrir gestina eða 18 stig. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þá komst Portland Trail Blazer upp fyrir Houston Rockets í þriðja sæti vesturins með fimm stiga heimasigri í baráttu liðanna við Kyrrahafið í nótt, 105-100. LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 26 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og þá var Robin Lopez einnig öflugur undir körfunni ásamt Aldridge með 16 stig og 10 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 106-113 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 95-104 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 95-92 Miami Heat - Brooklyn Nets 104-98 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 97-91 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 108-120 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 115-102 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 106-97 Golden State Warriors - Detroit Pistons 105-98 Portland Trail Blazers - Houston Rockets 105-100Staðan í deildinni.Josh Smith setur Chris Kaman á veggspjald: Mike Dunleavy skorar flautukörfu í þriðja leikluta: NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Oklahoma City Thunder féll úr áttunda sæti sæti vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Los Angeles Clippers 120-108. Liðið er nú hálfum leik á eftir New Orleans Pelicans í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni, en ljóst er að erfitt verður fyrir liðið að komast í úrslitakeppnina á meðan Kevin Durant er meiddur. Russell Westbrook hefur verið óstöðvandi að undanförnu og hann átti góðan leik í nótt, en það var leikstjórnandi Clippers, Chris Paul, sem stal senunni. Paul skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar og þá var DeAndre Jordan frábær undir körfunni með 18 stig og 17 fráköst. J.J. Redick skoraði 25 stig og tók 7 fráköst. Westbrook skoraði 24 stig fyrir OKC, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Anthony Morrow kom inn af bekknum og var stigahæstur liðsins með 26 stig. Chris Paul fer á kostum: Golden State vann Detroit Pistons, 105-98, á heimavelli sínum í nótt og er nú búið að vinna 51 leik í deildinni. Það er búið að vinna jafnmarga leiki og liðið gerði í fyrra þegar enn eru 19 leikir eftir. Klay Thompson var stigahæstur toppliðsins í gær með 27 stig, en honum tókst í leiknum að skora 5.000 stigið sitt í NBA-deildinni. Stephen Curry leyfði Thompson að sjá um Detroit í gær en Curry var rólegur með 9 stig og 11 stoðsendingar. Andre Drummond skoraði mest fyrir gestina eða 22 stig. Curry finnur Barbosa með sendingu aftur fyrir bak: Toppliðið í austrinu, Atlanta Hawks, tapaði aftur á móti í nótt á útivelli gegn Denver Nuggets, 115-102. Þetta er áttundi heimasigur Denver í röð gegn Atlanta. Danilo Gallinari skoraði 23 stig fyrir heimamenn í Denver og Will Barton 16 stig en þriggja stiga skyttan Kyle Korver skoraði mest fyrir gestina eða 18 stig. Hann hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. Þá komst Portland Trail Blazer upp fyrir Houston Rockets í þriðja sæti vesturins með fimm stiga heimasigri í baráttu liðanna við Kyrrahafið í nótt, 105-100. LaMarcus Aldridge átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 26 stig auk þess sem hann tók 14 fráköst og þá var Robin Lopez einnig öflugur undir körfunni ásamt Aldridge með 16 stig og 10 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 106-113 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 95-104 Boston Celtics - Memphis Grizzlies 95-92 Miami Heat - Brooklyn Nets 104-98 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 97-91 Oklahoma City Thunder - LA Clippers 108-120 Denver Nuggets - Atlanta Hawks 115-102 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 106-97 Golden State Warriors - Detroit Pistons 105-98 Portland Trail Blazers - Houston Rockets 105-100Staðan í deildinni.Josh Smith setur Chris Kaman á veggspjald: Mike Dunleavy skorar flautukörfu í þriðja leikluta:
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira