Innlent

Stormur í kvöld og á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Veðurstofa Íslands varar við stormi syðst á landinu í kvöld, einkum í Mýrdal og undir Eyjafjöllum. Á morgun má einnig búast við enn öðrum stormi um landið sunnan- og vestanvert, en lægðin verður hlýrri en þær sem komið hafa að undanförnu. Henni fylgir þó talsvert vatnsveður um landið sunnanvert.

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi en hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum og þar er dálítill éljagangur. Einnig er hálka og éljagangur mjög víða á Suðurlandi en þó er snjóþekja á nokkrum útvegum og þungfært efst á Landvegi. Þæfingsfærð er sunnan megin í Kjósarskarði og á Bláfjallavegi.

Á Vesturlandi er snjóþekja á flestum leiðum en þæfingsfærð á Mýrunum, Vatnaleið og á Bröttubrekku en unnið að hreinsun.

Snjóþekja eða þæfingsfærð er á flestum leiðum á Vestfjörðum en ófært á Kleifaheiði og þungfært á Klettshálsi en unnið að hreinsun á flestum leiðum.

Á Norðurlandi vestra er víða hálka eða hálkublettir en hálkublettir eða greiðfært á Norðausturlandi. Vegir á Austurlandi eru víða greiðfærir á láglendi en hálka á fjallvegum. Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni.

Veðurvefur Vísis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×