Neville: Leikmenn Chelsea voru sniðugir því Mourinho kann að spila leikinn Tómas Þór Þóraðrson skrifar 12. mars 2015 09:00 José Mourinho gerir allt til að vinna. vísir/getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Gary Neville, allt fyrrverandi knattspyrnumenn og núverandi sparkspekingar á Englandi, voru í myndveri Sky Sports í gærkvöldi og fylgdust með leik Chelsea og PSG. Carragher og Souness helltu sér yfir lærisveina Mourino eftir leikinn en Gary Neville kom Chelsea-liðinu til varnar.Sjá einnig:Tíu menn PSG slógu Chelsea út í framlengingu | Sjáið mörkin og rauða spjaldið PSG komst áfram eftir 2-2 jafntefli, en það missti þó Zlatan Ibrahimovic af velli með rautt spjald sem var glórulaus dómur. Leikmenn Chelsea umkringdu dómarann þegar Zlatan fór í tæklingu á móti Oscari og það fannst Carragher verða til þess að Svíinn fauk út af. Zlatan fær rautt: „Viðbrögð leikmanna Chelsea eru skammarleg. Þetta gera lið José Mourinho. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Carragher og Souness tók undir orð miðvarðarins. „Þegar Jamie var að spila vildu menn ekkert sýna andstæðingnum að þeir væru meiddir. Í dag hefur þetta snúist á hvolf. Ef einhver rétt kemur við þig hendirðu þér niður til að koma þeim brotlega í vandræði. Þetta er ömurlegt,“ sagði Souness. Carragher bætti svo við: „Lið sem José Mourinho stýrir verða alltaf virt en aldrei elskuð vegna atvika eins og þessa.“ Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var þó ekki alveg sammála Souness og Carragher. Honum fannst Chelsea bara vera að spila leikinn. „Þetta er bara lið sem er sniðugt. Fólk sem er að horfa heima vill kannski ekki heyra þetta en ef PSG hefði gert sama hlut værum við að kalla leikmenn þess sniðuga. Chelsea var bara að spila leikinn. Það er það sem þarf til í Evrópukeppnum,“ sagði Neville. „Ég er ánægður þegar enska liðið er það sniðuga en ekki mótherjinn. Þetta kemur frá Mourinho. Hann kann að spila leikinn,“ sagði Gary Neville.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49 David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40 Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30 Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Dýrasta varnarlína sögunnar á Brúnni í kvöld Franska liðið Paris Saint-Germain mætir Chelsea í kvöld á Stamford Bridge í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og menn hafa bent á verðmiðann á þeim fjórum leikmönnum sem skipa vörn liðsins í þessum mikilvæga leik. 11. mars 2015 19:49
David Luiz: Þetta er stórkostlegt fyrir alla í París David Luiz átti mikinn þátt í því að slá út sína gömlu félaga í Chelsea út úr Meistaradeildinni í kvöld en Paris St-Germain fór áfram í átta liða úrslit á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 11. mars 2015 22:40
Zlatan: Leikmenn Chelsea voru eins og smábörn | Myndband Sænski framherjinn var ranglega rekinn af velli eftir hálftíma leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 12. mars 2015 08:30
Jose Mourinho: Réðu ekki við pressuna að vera manni fleiri Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði upp á sína menn detta út úr Meistaradeildinni í kvöld þrátt fyrir að vera manni fleiri í 90 mínútur og komast tvisva sinnum yfir á móti PSG. 11. mars 2015 22:59