Viðskipti erlent

Alibaba kaupir hlut í Snapchat

Samúel Karl Ólason skrifar
Evan Spiegel stofnaði Snapchat í háskóla árið 2011. Nú er fyrirtækið metið á 2.100 milljarða króna.
Evan Spiegel stofnaði Snapchat í háskóla árið 2011. Nú er fyrirtækið metið á 2.100 milljarða króna. Vísir/AFP
Kínverski vefverslunarrisinn Alibaba mun fjárfesta 200 milljónum dala, eða um 28 milljarða króna, í samfélagsmiðlafyrirtækinu Snapchat. Evan Spiegel, stofnandi og framkvæmdastjóri Snapchat hefur ekki viljað tjá sig um fjármögnun fyrirtækisins.

Snapchat er metið 15 milljarða dala virði, sem samsvarar um 2.100 milljarða króna. Fyrirtækið segir að notendur þess sendi rúmlega 700 milljónir „snappa“ á dag.

Á vefnum Quartz segir að Alibaba hafi fjárfest í fjölda fyrirtækja á undanförnum árum í allskonar fyrirtækjum. Nafn Alibaba hefur komið upp gífurlega oft í tengslum við tækni-sprotafyrirtæki sem leita að fjármögnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×