Commerzbank samþykkir að greiða 200 milljarða sekt ingvar haraldsson skrifar 13. mars 2015 12:08 Commerzbank, næst stærsti banki Þýskalands, átti í ólöglegum viðskiptum við Íran og Súdan. vísir/epa Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Næst stærsti banki Þýskalands, Commerzbank, hefur samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum 1,45 milljarða dollara, um 200 milljarða króna. Greiðslan kemur til vegna brota bankans á efnahagsþvingunum gagnvart Íran og Súdan og í tengslum við peningaþvætti japanska fyrirtækisins Olympus. BBC greinir frá. Bankinn er sagður hafa horft framhjá lögbrotum auk þess að reyna að hylja slóð sína til að koma í veg fyrir að ólöglegar millifærslur uppgötvuðust. Meðal sönnunargagna var tölvupóstur sem starfsmaður Commerzbank sendi samstarfsmönnum sínum: „Ef af einhverri ástæðu CB [Commerzbank] New York spyr hvers vegna veltan hafi aukist svo mikið, ekki undir neinum kringumstæðum minnast á að það hafi verið í tengslum við greiðslujöfnun íranskra banka!!!!!!!!!!!!!“ Commerzbank er langt því frá eini bankinn sem talinn er hafa brotið gegn bandarískum efnahagsþvingunum. Í fyrra samþykkti franski bankinn BNP Paribas að greiða 8,9 milljarða dollara, um 1200 milljarða íslenskra króna sekt. Þá hefur Standard Chartered verið kærður tvívegis á þrem árum fyrir samskonar brot. Bankarnir HSBC, ING og Credit Suisse hafa einnig gerst brotlegir við reglurnar.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira