Fyrrverandi formaður Framsóknar segir stjórnarflokkana sýna stjórnskipan lýðveldisins fyrirlitningu Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 12:57 Jón Sigurðsson Fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Tveir fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins lýsa undrun sinni á hvernig núverandi forysta og stjórnarflokkar halda á Evrópumálunum. Jón Sigurðsson segir utanríkisráðherra troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd með bréfi sínu til Evrópusambandsins. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir aðferð ríkisstjórnarinnar í tengslum við ESB viðræðurnar athygliverða. Þegar spurt sé hvort viðræðunum sé slitið með bréfi utanríkisráðherra sé því ekki svarað beint af utanríkisráðherranum en hins vegar reyni formaður Sjálfstæðisflokksins að taka af skarið með að svo sé. Í vandræðagangi sínum kasti ríkisstjórnin boltanum til ESB og vonist til að þar á bæ verði kveðið upp úr með það að umræðunum sé slitið. Síðan muni andstæðingar viðræðnanna segja að ESB hafi slitið viðræðum við Ísland. Og Valgerður spyr hvernig eigi að halda fjármagni í landinu eftir að fjármagnsflutningar milli landa innan Evrópu verði gefnir frjálsir? Þetta sé eitt af því sem geri að verkum að Ísland verði að skoða mögulega aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson flokksbróðir hennar og einnig fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega að ekkert samráð hafi verið haft við utanríkismálanefnd Alþingis áður en utanríkisráðherra afhenti fulltrúa Evrópusambandsins bréfið á fimmtudag. Hvað finnst þér um þennan nýjasta snúning í evrópumálunum? „Hann er auðvitað mikil vonbrigði að því leyti að það er verið að troða á stjórnskipaninni með því að fara framhjá utanríkismálanefnd og Alþingi,“ segir Jón. Það hafi verið nefndarvika á Alþingi og því hægt um vik að kynna málið í utanríkismálanefnd ef þetta bréf hafi falið í sér formlega yfirlýsingu sem breytti einhverju í jafn mikilvægu máli og samskiptin við Evrópusambandið væru. Ef bréfið breyti hins vegar engu, þá sé það ný skýring á málinu. „En eins og er þá lítur þetta út eins og mikil léttúð, kæruleysi eða fyrirlitning á stjórnskipan lýðveldisins,“ segir Jón.Málið komið í uppnám hjá stjórnarflokkunum Báðir stjórnarflokkarnir séu komnir í versta uppnám með þetta mál. Í ljósi góðs meirihluta stjórnarflokkanna og traustan formann í utanríkismálanefnd sé þetta furðulegt. Þá tekur hann undir með Valgerði Sverrisdóttur að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að loka fyrir möguleikann á aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Nei ég held að það sé alveg ljóst að það getur ekki þjónað hagsmunum Íslendinga að fækka þeim tækifærum sem þeir hafa. Fækka þeim möguleikum sem þeir hafa. Það hlýtur að vera stefna ríkisstjórnar í fullvalda lýðveldi að reyna að fjölga þeim tækifærum sem þjóðin hefur. Fjölga þeim möguleikum, fjölga þeim leiðum sem eru opnar fyrir valkosti í framtíð,“ segir Jón. Það sé farsælast að þjóðin fái að greiða atkvæði um þessi mál og sú þjóðaratkvæðagreiðsla hljóti einhvern tíma að fara fram. „En mér finnst bara fyrst og fremst núna ljóst að ríkisstjórnin er búin að missa þetta mál eiginlega algerlega út úr höndunum. Og eins og ég segi; ég skil það ekki almennilega. Vegna þess að hún hefur meirihluta í utanríkismálanefnd. Hún hefur meirihluta á Alþingi. Nú þykjast þeir ætla að leysa þetta mál með einföldu bréfi. Þetta er algerlega óskiljanlegt,“ segir Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent