Handbolti

PSG vann franska slaginn | Hansen fór á kostum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hansen skoraði ellefu mörk.
Hansen skoraði ellefu mörk. Vísir/Getty
Róbert Gunnarsson komst ekki á blað þegar PSG sigraði Dunkerque í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. PSG vann torsóttan sigur, 23-21.

Heimamenn í Dunkerque voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu meðal annars í hálfleik 13-12. Í síðari hálfleik sýndi Mikkel Hansen mátt sinn og megin, en hann skoraði alls ellefu mörk.

Lokatölur urðu svo eins og fyrr segir tveggja marka sigur Parísarliðsins, 21-23. Mikkel skoraði ellefu mörk fyrir PSG, en næstur komu þeir Samuel Honrubia og William Accambray með þrjú mörk.

Hjá Dunkerque var Kornel Nagy markahæstur með sex mörk, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu þrjú mörk.

Síðari leikur liðanna fer fram næsta sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×