Facebook leyfir meiri nekt en áður ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 09:30 Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir að banna deilingu af ljósmynd af málverkinu „Uppspretta heimsins“ sem franski málarinn Gustave Courbet málaði árið 1866. vísir/afp Facebook hyggst heimila notendum sínum að dreifa meiri nekt á samskiptamiðlinum en áður. The Verge greinir frá. Facebook var gagnrýnt fyrr í þessum mánuði fyrir að loka á deilingu fransks kennara af málverkinu „Uppspretta heimsins“ eftir málarann Gustave Courbet sem er af píku. Kennarinn kærði bannið sem verður tekið fyrir hjá frönskum dómstólum í maí.Sjá einnig: Sögufræg píka veldur usla á Facebook Facebook hyggst nú leyfa listræna nekt, á borð við ljósmyndir af málverkum, höggmyndum og annarri list sem sýnir nekt samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Monika Bickert, yfirmaður vörustefnu Facebook, segir að vegna þess að Facebook sé alþjóðlegur miðill þurfi reglur Facebook að gilda fyrir allan heiminn. Það hafi í för með sér að notendareglurnar verði „hispurslausari en Facebbok myndi vilja,“ segir Bickert. Leyfa fleiri nöfn og tilvitnanir í hatursáróður Facebook hefur einnig skýrt nafnastefnu sína frekar. Fyrirtækið segist heimila að nota þau nöfn sem fólk notar í daglegu lífi en ekki endilega þau nöfn sem eru á skilríkjum fólks. Fyrirtækið hefur verið talsvert gagnrýnt ytra fyrir að banna nöfn sem Facebook telur ekki raunveruleg. Ameríski frumbygginn Shane Creepingbear var til að mynda settur í Facebook-bann fyrir skömmu vegna þess að nafn hans þótti ekki nógu raunverulegt. Þá hyggst Facebook einnig breytt skilgreiningunni á hatursáróðri til þess að heimila það sem flokkast sem háð, grín eða samfélagsrýni. Þannig eiga notendur Facebook nú að fá að vitna í það sem flokka mætti sem hatursáróður til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað. Tengdar fréttir Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Facebook hyggst heimila notendum sínum að dreifa meiri nekt á samskiptamiðlinum en áður. The Verge greinir frá. Facebook var gagnrýnt fyrr í þessum mánuði fyrir að loka á deilingu fransks kennara af málverkinu „Uppspretta heimsins“ eftir málarann Gustave Courbet sem er af píku. Kennarinn kærði bannið sem verður tekið fyrir hjá frönskum dómstólum í maí.Sjá einnig: Sögufræg píka veldur usla á Facebook Facebook hyggst nú leyfa listræna nekt, á borð við ljósmyndir af málverkum, höggmyndum og annarri list sem sýnir nekt samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Monika Bickert, yfirmaður vörustefnu Facebook, segir að vegna þess að Facebook sé alþjóðlegur miðill þurfi reglur Facebook að gilda fyrir allan heiminn. Það hafi í för með sér að notendareglurnar verði „hispurslausari en Facebbok myndi vilja,“ segir Bickert. Leyfa fleiri nöfn og tilvitnanir í hatursáróður Facebook hefur einnig skýrt nafnastefnu sína frekar. Fyrirtækið segist heimila að nota þau nöfn sem fólk notar í daglegu lífi en ekki endilega þau nöfn sem eru á skilríkjum fólks. Fyrirtækið hefur verið talsvert gagnrýnt ytra fyrir að banna nöfn sem Facebook telur ekki raunveruleg. Ameríski frumbygginn Shane Creepingbear var til að mynda settur í Facebook-bann fyrir skömmu vegna þess að nafn hans þótti ekki nógu raunverulegt. Þá hyggst Facebook einnig breytt skilgreiningunni á hatursáróðri til þess að heimila það sem flokkast sem háð, grín eða samfélagsrýni. Þannig eiga notendur Facebook nú að fá að vitna í það sem flokka mætti sem hatursáróður til þess að vekja athygli á ákveðnum málstað.
Tengdar fréttir Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sögufræg píka veldur usla á Facebook Dómstóll í Frakklandi hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í máli sem franskur kennari hefur höfðað gegn Facebook. 6. mars 2015 13:30