Sjö ráð til að græða tilfinningaleg sár sigga dögg skrifar 16. mars 2015 11:00 Vísir/Getty Tilfinningaleg sár geta verið lengi að gróa og eru oft mun dýpri en þau líkamlegu. Þessi sár gróa ekki af sjálfu sér og því er gott að muna eftir því að það þarf að vinna í þeim svo þér líði betur. Hér eru sjö ráð frá sálfræðingnum Guy Winch um hvernig megi hlúa að hjartanu:1. Veittu sársaukanum athygli og viðurkenndu hannLíkaminn lætur þig vita af líkamlegum sársauka en einnig andlegum. Ef þú jafnar þig ekki á höfnun, mistökum eða vondu skapi þá ert þú með tilfinningalegt sár sem þarf að hlúa að. Einmannaleiki er gott dæmi um líðan sem getur haft slæm áhrif á líkamlega og sálræna heilsu svo ef þú upplifir það eða veist af einhverjum nálægt þér sem er einmanna þá er mikilvægt að gera eitthvað í málinu2. Klipptu á vítahringinn og kvíðahnútinn í maganum Þegar þér mistekts þá er auðvelt fyrir hugann að einbeita sér bara að mistökum en ekki því sem heppnast vel og þannig fer af stað ákveðin vítahringur neikvæðrar hugsanar. Í stað þess að láta mistökin valda lamandi hjálparleysi og hnút í maganum, gerðu lista yfir það sem þú getur stjórnað og hvernig þú getur bætt frammistöðu þína. Farðu í gegnum hvernig megi skipuleggja sig betur og undirbúa sig betur, þannig hefur þú betri yfirsýn og stjórn á hlutunum.3. Fylgstu með og verndaðu sjálfálitið þitt Sjálstraust er eins og ónæmiskerfi tilfinninganna sem styrkir þig gegn neikvæðni og niðurrifi sjálfstraustsins. Það er mikilvægt að sýna sjálfum sér samkennd þegar þér líður illa og ef þér hættir við innra niðurrifi. Þú getur sett þig í spor vinar þíns sem líður illa, skrifaðu bréf til viðkomandi og sjáðu hvernig þú hressir viðkomandi við og bendir á kosti frekar en galla. Þessa æfingu þarftu að gera fyrir þig.Vísir/Getty4. Truflaðu neikvæðu hugsanirnar Þegar þú ferð ítrekað yfir erfiðar minningar og viðburði þá getur það orðið að vana sem getur leitt af sér djúp sálræn ör og sársauka. Til að stöðva þessar neikvæðu hugsanir er gott að beina athyglinni annað, til dæmis með því að rifja upp texta í skemmtilegu lagi eða leysa krossgátu. Rannsóknir sýna að tvær mínútur af truflun dregur úr líkum á að fara aftur í neikvæði hugsanirnar.5. Gefðu missi nýjan lífstilgang fyrir þig Missir er hluti af lífinu og ef þú átt erfitt með að sætta þig við og jafna þig á missi þá getur verið gott að hugsa um hann á annan hátt. Þú léttir á sársaukanum með á því að hugsa um missinn á nýjan hátt og hugsa um hvað gæti mögulega verið jákvætt í lífinu í kjölfar missisins, hvaða jákvæðu breytingar hafa átt sér stað. Reyndu að sjá nýjan tilgang með lífinu eða aðstoðaðu aðra við það.6. Ekki leyfa samviskubitnum að naga þig í tætlur Sektarkennd bendir okkur á að við glímum við vandamál í samskiptum við aðra manneskju. Óhóflegt samviskubit getur hins vegar verið mjög hamlandi. Besta leiðin til að losa sig við sektarkennd er að biðjast afsökunar. Passaðu að afsökunarbeiðnin sé raunveruleg og hafðu áhersluna frekar á hvernig það sem þú gerðir hafði áhrif á hina manneskjun (frekar en að útskýra af hverju þú hegðaðir þér eins og þú gerðir). Það er auðveldara að fyrirgefa einhverjum þegar manni finnst eins og viðkomandi skilji af hverju maður upplifði særindi.Vísir/Getty7. Taktu eftir því hvað virkar fyrir þig Fylgstu með hvengi þú bregst við algengum tilfinningalegum sárum. Eru fljót að jafna þig eða kemstu í mikið uppnám? Notaðu sjálfskoðun til að skilja þig betur og hvaða sáluhjálp virkar best fyrir þig í ólíkum aðstæðum. Þannig lærir þú líka hvernig þú getur styrkt sjálfstraustið þitt. Þú þarft að finna út hvað virkar best fyrir þig. Hér er TED myndband frá sálfræðingnum Guy sem talar um tilfinningalegan sársauka og hvernig við getum læknað hann. Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Tilfinningaleg sár geta verið lengi að gróa og eru oft mun dýpri en þau líkamlegu. Þessi sár gróa ekki af sjálfu sér og því er gott að muna eftir því að það þarf að vinna í þeim svo þér líði betur. Hér eru sjö ráð frá sálfræðingnum Guy Winch um hvernig megi hlúa að hjartanu:1. Veittu sársaukanum athygli og viðurkenndu hannLíkaminn lætur þig vita af líkamlegum sársauka en einnig andlegum. Ef þú jafnar þig ekki á höfnun, mistökum eða vondu skapi þá ert þú með tilfinningalegt sár sem þarf að hlúa að. Einmannaleiki er gott dæmi um líðan sem getur haft slæm áhrif á líkamlega og sálræna heilsu svo ef þú upplifir það eða veist af einhverjum nálægt þér sem er einmanna þá er mikilvægt að gera eitthvað í málinu2. Klipptu á vítahringinn og kvíðahnútinn í maganum Þegar þér mistekts þá er auðvelt fyrir hugann að einbeita sér bara að mistökum en ekki því sem heppnast vel og þannig fer af stað ákveðin vítahringur neikvæðrar hugsanar. Í stað þess að láta mistökin valda lamandi hjálparleysi og hnút í maganum, gerðu lista yfir það sem þú getur stjórnað og hvernig þú getur bætt frammistöðu þína. Farðu í gegnum hvernig megi skipuleggja sig betur og undirbúa sig betur, þannig hefur þú betri yfirsýn og stjórn á hlutunum.3. Fylgstu með og verndaðu sjálfálitið þitt Sjálstraust er eins og ónæmiskerfi tilfinninganna sem styrkir þig gegn neikvæðni og niðurrifi sjálfstraustsins. Það er mikilvægt að sýna sjálfum sér samkennd þegar þér líður illa og ef þér hættir við innra niðurrifi. Þú getur sett þig í spor vinar þíns sem líður illa, skrifaðu bréf til viðkomandi og sjáðu hvernig þú hressir viðkomandi við og bendir á kosti frekar en galla. Þessa æfingu þarftu að gera fyrir þig.Vísir/Getty4. Truflaðu neikvæðu hugsanirnar Þegar þú ferð ítrekað yfir erfiðar minningar og viðburði þá getur það orðið að vana sem getur leitt af sér djúp sálræn ör og sársauka. Til að stöðva þessar neikvæðu hugsanir er gott að beina athyglinni annað, til dæmis með því að rifja upp texta í skemmtilegu lagi eða leysa krossgátu. Rannsóknir sýna að tvær mínútur af truflun dregur úr líkum á að fara aftur í neikvæði hugsanirnar.5. Gefðu missi nýjan lífstilgang fyrir þig Missir er hluti af lífinu og ef þú átt erfitt með að sætta þig við og jafna þig á missi þá getur verið gott að hugsa um hann á annan hátt. Þú léttir á sársaukanum með á því að hugsa um missinn á nýjan hátt og hugsa um hvað gæti mögulega verið jákvætt í lífinu í kjölfar missisins, hvaða jákvæðu breytingar hafa átt sér stað. Reyndu að sjá nýjan tilgang með lífinu eða aðstoðaðu aðra við það.6. Ekki leyfa samviskubitnum að naga þig í tætlur Sektarkennd bendir okkur á að við glímum við vandamál í samskiptum við aðra manneskju. Óhóflegt samviskubit getur hins vegar verið mjög hamlandi. Besta leiðin til að losa sig við sektarkennd er að biðjast afsökunar. Passaðu að afsökunarbeiðnin sé raunveruleg og hafðu áhersluna frekar á hvernig það sem þú gerðir hafði áhrif á hina manneskjun (frekar en að útskýra af hverju þú hegðaðir þér eins og þú gerðir). Það er auðveldara að fyrirgefa einhverjum þegar manni finnst eins og viðkomandi skilji af hverju maður upplifði særindi.Vísir/Getty7. Taktu eftir því hvað virkar fyrir þig Fylgstu með hvengi þú bregst við algengum tilfinningalegum sárum. Eru fljót að jafna þig eða kemstu í mikið uppnám? Notaðu sjálfskoðun til að skilja þig betur og hvaða sáluhjálp virkar best fyrir þig í ólíkum aðstæðum. Þannig lærir þú líka hvernig þú getur styrkt sjálfstraustið þitt. Þú þarft að finna út hvað virkar best fyrir þig. Hér er TED myndband frá sálfræðingnum Guy sem talar um tilfinningalegan sársauka og hvernig við getum læknað hann.
Heilsa Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira