Aron: Ef einhver getur gert þetta er það Óli Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2015 17:41 Aron Kristjánsson fær hjálp frá Óla Stef. vísir/eva björk/epa „Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
„Óli kemur til okkar á miðvikudaginn og mætir á æfingu á fimmtudaginn. Þetta er mjög spennandi,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding Kaupmannahöfn, við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í dag ætlar Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, að taka fram skóna og æfa með danska liðinu næstu daga. Takmarkið er að hann spili tvo leiki með KIF í Meistaradeildinni gegn króatíska stórliðinu Zagreb. „Þessi hugmynd byrjaði að fæðast eftir leikinn okkar gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Svo hafði ég samband við hann eftir leik gegn Alingsås fyrir svona tveimur vikum,“ segir Aron Kristjánsson við Vísi. Ólafur ætlar að reyna að hjálpa landsliðsþjálfaranum því KIF-liðið er í miklum meiðslavandræðum. Sænska stórskyttan Kim Andersson er á meiðslalista og spilar ekki leikina gegn Zagreb. „Kim meiddist á HM og hefur átt í vandræðum með öxlina á sér. Hann hefur mest spilað vörn og hraðaupphlaup en lítið getað skotið nema af stuttu færi. Svo hafa Bo Spelleberg og hin vinstri skyttan verið meiddir. Okkur vantar hægri skyttu með reynslu,“ segir Aron. „Við ákváðum að tryggja það, að við værum með eins sterkt lið og mögulegt er. Við vildum ekki vera háðir því að spila á Kim. Ef það er einhver sem getur komið inn með svona stuttum fyrirvara er það Óli.“Ólafur spilaði með AG Kaupmannahöfn áður en það fór í þrot og sameinaðist KIF Koldingvísir/epaÓlafur spilaði síðast handboltaleik með íslenska landsliðinu 16. júní 2013. Hann skoraði þá átta mörg og átti um tíu stoðsendingar í tíu marka sigri á Rúmenum í undankeppni EM 2014. „Óli hefur yfirburða leikskilning og hann er það síðasta til að fara hjá þér. Hann verður eiginlega bara betri og betri eftir því sem þú verður eldri. Það sem er fyrst að fara er sprengikrafturinn,“ segir Aron um standið á Ólafi. „Óli er í fínu formi og nú þarf bara að sjá hvort hann er í boltaformi. Hann er aðeins búinn að vera að leika sér í bolta heima eftir að ég talaði við hann fyrst.“ „Við sjáum bara til hvernig standi hann er í og ef hann er klár þá kýlir hann á þetta með okkur. Hann verður samt fyrstur til að viðurkenna ef hann er ekki klár í verkefnið. Takmarkið er heldur ekkert að hann spili allan leikinn heldur komi inn, leysi af og stilli upp í skot fyrir okkur,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira