Tévez skoraði beint úr aukaspyrnu í toppslagnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2015 21:51 Carlos Tévez er markahæstur í A-deildinni á Ítalíu. vísir/getty Ítalíumeistarar Juventus halda níu stiga forskoti á Roma í toppbaráttu A-deildarinnar í fótbolta þar í landi, en liðin skildu jöfn, 1-1, í Rómarborg í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað, en í fyrsta sinn á leiktíðinni náði hvorugt liðið að skjóta boltanum á markið. Það hafði enn ekki nokkur maður hitt markið þegar Juventus fékk aukaspyrnu á 64. mínútu, rétt fyrir utan teig. Argentínumaðurinn Carlos Tévez gerði sér á lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni, 1-0. Skömmu áður hafði Vasileios Torosidis, leikmaður Roma, fengið rautt spjald og kláraði Rómarliðið því leikinn manni færri. Carlos Tévez er þar með orðinn markahæstur í ítölsku A-deildinni, en hann er búinn að skora 15 mörk, einu marki meira en samlandi sinn Mauro Icari hjá Inter. Argentínumenn eru einnig í næstu sætum markalistans á Ítalíu. Paulo Dybala, leikmaður Palermo, og Gonzalo Higuaín, leikmaður Napoli, eru búnir að skora tólf mörk eins og Jéremy Menez hjá AC Milan. Með sigri hefði Juventus farið langt með að afgreiða Roma úr titilbaráttunni, en Seydou Keita jafnaði metin fyrir tíu leikmenn Roma með skalla af stuttu færi á 78. mínútu. Lokatölur, 1-1. Juventus, sem hefur unnið deildina undanfarin þrjú ár, stefnir hraðbyri að fjórða meistaratitlinum í röð. Það er með 58 stig í efsta sæti deildarinnar, níu stigum á undan Roma. Napoli er í þriðja sætinu með 45 stig. Ítalski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Ítalíumeistarar Juventus halda níu stiga forskoti á Roma í toppbaráttu A-deildarinnar í fótbolta þar í landi, en liðin skildu jöfn, 1-1, í Rómarborg í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað, en í fyrsta sinn á leiktíðinni náði hvorugt liðið að skjóta boltanum á markið. Það hafði enn ekki nokkur maður hitt markið þegar Juventus fékk aukaspyrnu á 64. mínútu, rétt fyrir utan teig. Argentínumaðurinn Carlos Tévez gerði sér á lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnunni, 1-0. Skömmu áður hafði Vasileios Torosidis, leikmaður Roma, fengið rautt spjald og kláraði Rómarliðið því leikinn manni færri. Carlos Tévez er þar með orðinn markahæstur í ítölsku A-deildinni, en hann er búinn að skora 15 mörk, einu marki meira en samlandi sinn Mauro Icari hjá Inter. Argentínumenn eru einnig í næstu sætum markalistans á Ítalíu. Paulo Dybala, leikmaður Palermo, og Gonzalo Higuaín, leikmaður Napoli, eru búnir að skora tólf mörk eins og Jéremy Menez hjá AC Milan. Með sigri hefði Juventus farið langt með að afgreiða Roma úr titilbaráttunni, en Seydou Keita jafnaði metin fyrir tíu leikmenn Roma með skalla af stuttu færi á 78. mínútu. Lokatölur, 1-1. Juventus, sem hefur unnið deildina undanfarin þrjú ár, stefnir hraðbyri að fjórða meistaratitlinum í röð. Það er með 58 stig í efsta sæti deildarinnar, níu stigum á undan Roma. Napoli er í þriðja sætinu með 45 stig.
Ítalski boltinn Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira