Innlent

Fylgstu með storminum „í beinni“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Veðurstofan spáir stormi um land allt í dag.
Veðurstofan spáir stormi um land allt í dag.
Búist er við stormi um land allt í dag og má fylgjast með honum „í beinni“ á kortinu hér að neðan.

Í kringum hádegi mun ganga í suðaustan vind, 18-25 metra á sekúndu, á Suður-og Vesturlandi með snjókomu í fyrstu, síðar rigningu eða slyddu á láglendi. Talsverð úrkoma verður um landið sunnan-og suðaustanvert.

Hægari vindur á Norður-og Austurlandi en gengur í suðaustan 15-23 metra á sekúndu seint í dag með snjókomu eða slyddu á köflum.

Um tíma í kvöld mun draga úr úrkomu og vindi. Hiti 0-6 stig.



Tengdar fréttir

Búist við stormi um allt land í dag

Hvessa mun með morgninum sunnan- og vestanlands með snjókomu, einkum á fjallvegum, en síðar slyddu eða rigningu á láglendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×