Innlent

Óvissustig vegna snjóflóðahættu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stormur gengur nú yfir landið.
Stormur gengur nú yfir landið. Vísir/Vilhelm
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á sunnanverðum Vestfjörðum.

Á Vestfjörðum er spáð hvassri suðaustanátt í dag með mikilli úrkomu um tíma, sem verður að mestu í formi snævar til fjalla en slydda eð rigning á láglendi.

Sjá einnig: „Mjög blint og alls ekkert ferðaveður“

Víða annars staðar á landinu verður einnig suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu. Það er einna helst Norðurlandið sem sleppur við úrkomuna í dag en þar hafa víða fallið flóð í skafrenningi og snjókomu undanfarið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×