Innlent

Rýmingu aflétt á Patreksfirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum. Mynd/Vedur.is
Búið er að aflétta rýmingu á reit 4 á Patreksfirði en þó er óvissustig er ennþá í gildi fyrir sunnanverða Vestfirði.

Þá er snjóflóðahætta víða um land samkvæmt vefsíðu Veðurstofunnar. Mikil hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Þá er töluverð snjóflóðahætta á Austfjörðum.

Veðurstofan varar við stormi víða á landinu í dag. Spáð er suðvestan 15-23 metrum á sekúndu og éljagangi. Hvassast verður út við sjóinn en úrkomulítið norðaustanlands. Draga á úr vindi og éljum í kvöld. Hiti í kringum frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×