Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss.
Aníta kom í mark á 2:01.56 mínútum og bætti bæði Íslandsmetið og Evrópumet unglinga sem hún átti sjálf síðan Aníta hljóp á 2:01,77 mínútum á Meistaramóti Íslands á dögunum.
Aníta leiddi allt hlaupið en missti hina rússnesku Yekaterina Poistogova fram úr sér í lokin. Sú rússneska var með besta tímann í undanrásunum en hún kom í mark á 2:01.44 mínútum.
Jenny Meadows, sem er sigurstranglegust í greininni á mótinu, vann sinn riðil örugglega á 2:02.59 mínútum en náði þó bara sjötta besta tímanum í undanrásunum.
Undanúrslitahlaupið fer fram klukkan 17.00 á morgun laugardag og þá verður fróðlegt að sjá hvernig Anítu gengur að fylgja eftir þessu frábæra hlaupi sínu í dag.
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin

Tengdar fréttir

Okkar fólk á EM í frjálsum í beinni á Vísi
Aníta Hinriksdóttir og þrír aðrir íslenskir keppendur verða í eldlínunni í dag á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi.

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag
Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga.

Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram
Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu.