Körfubolti

James jafnaði stoðsendingametið | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
LeBron James er nú stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Cleveland ásamt Mark Price.
LeBron James er nú stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Cleveland ásamt Mark Price. vísir/afp
Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

LeBron James jafnaði stoðsendingametið í sögu Cleveland Cavaliers þegar liðið vann 10 stiga sigur, 79-89, á Phoenix Suns.

James gaf átta stoðsendingar á félaga sína í leiknum og hefur nú gefið 4206 stoðsendingar í treyju Cleveland, jafn margar og leikstjórnandinn Mark Price gaf á sínum tíma.

Timofey Mozgov er stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig en liðið hefur unnið 13 heimaleiki í röð.

Houston Rockets vann sinn fyrsta útisigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Denver Nuggets að velli, 114-100.

James Harden var að venju í aðalhlutverki hjá Houston, skoraði 28 stig og gaf sjö stoðsendingar. Corey Brewer átti góða innkomu af bekknum og skilaði 24 stigum fyrir Houston sem er í 3. sæti Vesturdeildarinnar.

New Orleans Pelicans lenti 18 stigum undir gegn Memphis Grizzlies, næstbesta liðinu í Vesturdeildinni, en kom til baka og vann sex stiga sigur, 95-89.

Tyreke Evans fór á kostum fyrir Pelikanana í seinni hálfleik þar sem hann skoraði 15 stig og gaf fimm stoðsendingar. Evans skoraði alls 26 stig og var stigahæstur hjá New Orleans. Anthony Davis kom næstur með 23 stig, 10 fráköst og fimm varin skot.

New Orleans er í 9. sæti Vesturdeildarinnar og á í harðri baráttu við Oklahoma City Thunder um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Úrslitin í nótt:

Memphis 89-95 New Orleans

Phoenix 79-89 Cleveland

Sacramento 109-114 Miami

Indiana 92-86 NY Knicks

Atlanta 84-92 Philadelphia

Portland 113-121 Minnesota

Washington 85-91 Milwaukee

Houston 114-100 Denver

Ricky Rubio dældi út stoðsendingum DeMarcus Cousins með smekklega troðslu Flottir varnartaktar
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×