Nettó-mótið í körfubolta fór fram í Keflavík og Njarðvík um helgina. Mótið er fyrir unga krakka í 1. - 5. bekk þar sem aðalmarkmiðið er að hafa gaman.
Í gærkvöldi var haldin kvöldvaka fyrir krakkana í TM-höllinni þar sem allskyns skemmtiatriði fóru fram.
Arnór var fenginn til þess að sýna krökkunum og öllum þeim sem mættir voru hvernig á að troða boltanum í körfuna. Troðslurnar voru margar hverjar afar smekklegar, en þær má sjá hér að neðan.
Myndbandið er fengið frá karfan.is.