Jenny Meadows frá Bretlandi, sem átti að keppa til úrslita í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í frjálsum íþróttum í Prag, hefur dregið sig úr keppni vegna veikinda.
Meadows hefur verið veik alla vikuna og ástand hennar versnaði mjög í nótt.
„Ég er vonsvikin yfir því að geta ekki hlaupið. Þegar ég fór að sofa var ég þess fullviss að ég gæti keppt,“ sagði hin 33 ára gamla Meadows.
Meadows lenti í 4. sæti í sínum riðli í undanúrslitunum en komst inn í úrslitin eftir að hin rússneska Anastasiya Bazdyreva var dæmd úr keppni fyrir að stíga út af hlaupabrautinni þegar hún tók fram úr Anítu Hinriksdóttur.
Það verða því aðeins fimm konur sem keppa til úrslita í 800 metra hlaupinu á eftir.
Hlaupið hefst klukkan 14:15.
Meadows ekki með í úrslitahlaupinu | Hagur Anítu vænkast
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti


„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Íslenski boltinn
