Innlent

Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/anton brink.
Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. Farþeginn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjunum. Tveim dögum áður hafði lögreglunni á Suðurnesjum verið tilkynnt um lendingu flugvélar frá Air Canada af sömu ástæðum. Sú vél var á leiðinni frá Heathrow til Toronto þegar farþeginn veiktist.

Höfðu læknar um borð gefið honum súrefni og vökva í æð. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×