Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:00 Kevin Garnett er aftur orðinn Úlfur. vísir/epa Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins