Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 08:00 Kevin Garnett er aftur orðinn Úlfur. vísir/epa Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Lokadagur félagaskipta á yfirstandandi leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta var í gær. Eftir rólegheit framan af degi varð allt vitlaust á síðustu 20 mínútunum þegar ellefu skipti fóru fram; stór sem smá. Eitt það stærsta sem gerðist var að Kevin Garnett, besti leikmaðurinn í sögu Minnesota Timberwolves, sneri aftur heim og Brooklyn Nets fengu Thaddeus Young í staðinn. Vísir fer hér yfir skiptin sem áttu sér stað áður en glugganum var lokað með hjálp vina okkar hjá USA Today.Goran Dragic.vísir/epaGoran Dragic, leikstjórnandi Phoenix Suns, vildi komast burt og fór til Miami Heat. Suns fékk Danny Granger, Norris Cole, Shawne Williams, Justin Hamilton og tvo valrétti í nýliðavalinu. Suns sendi svo Hamilton, Cole og Willams til New Orleans fyrir John Salmons.Reggie Jackson, sjötti maðurinn hjá OKC Thunder, var sendur til Detroit Pistons og í staðinn fékk þruman Enes Kanter frá Utah Jazz í þriggja liða skiptum. Thunder sendi miðherjann Kendrick Perkins til Utah og fékk í staðinn Kyle Singler og D.J. Augustin frá Detroit og Steve Novak frá Utah Jazz. Sem fyrr segir er Kevin Garnett kominn aftur heim til Minnesota frá Brooklyn, en Nets fékk Thaddeys Young á móti. Talið er að Garnett fái hlut í Timberwolves-liðinu og starfi þar á skrifstofunni í framtíðinni.Brandan Knight.vísir/epaBrandon Knight er ekki lengur leikstjórnandi Milwaukee Bucks. Honum var skipt til Phoenix Suns og í staðinn fékk Bucks-liðið Michael Carter-Williams frá Philadelphia 76ers og Miles Plumlee og Tyler Ennes frá Suns. Sem hluti af skiptunum fær 76ers valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins frá Los Angeles. Þeir geta valið í fyrstu fimm umferðunum í ár, fyrstu þremur umferðunum á næsta ári og hvenær sem er 2017 og 2018.Arron Affalo er orðinn leikmaður Portland Trail Blazers, en hann kom frá Denver Nuggets. Alonzo Gee fór með Affalo til Portland en Nuggets fékk Will Barton, Victor Claver og Thomas Robinson auk valréttar í nýliðavalinu 2016. Isaiah Thomas var sendur frá Phoenix Suns til Boston Celtics fyrir Marcus Thomton og valrétt í fyrstu umferð 2016. Houston Rockets jók breiddina á bekknum hjá sér með því að landa Pablo Prigioni frá New York og K.J. McDaniels frá 76ers. Rockets sendi frá sér bakverðina ungu Isaiah Canaan til 76ers og Alexey Shved til Knicks í staðinn. Knicks fær einnig tvo valrétti í annarri umferð nýliða valsins og Philadelphia einn.Tayshaun Prince.vísir/epaRamon Sessions er mættur til Washington Wizards frá Sacramento Kings og í staðinn fór hinn 38 ára gamli bakvörður Andre Miller til Kings. George Karl, nýráðinn þjálfari Sacramento, hefur lengi verið aðdáandi Millers. Að lokum er Tayshaun Prince kominn heim til Detroit en hann var í byrjunarliðinu þegar Pistons vann LA Lakers í lokaúrslitum NBA-deildarinnar 2004. Í staðinn fyrir Prince, sem kom frá Boston, fékk Celtics-liðið framherjana Jonas Jerebko og Gigi Datome.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum