Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 10:00 Pálína, til hægri, verður í eldínunni gegn Keflavík í kvöld. Vísir/Stefán „Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
„Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira