Drög komin að samkomulagi um afborganir Grikkja Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2015 18:30 Fjármálaráðherrar annarra evruríkja en Grikklands hafa lagt fram drög sem gætu orðið að samkomulagi um afborganir Grikkja af skuldum þeirra, eftir neyðarfund evru-ríkjanna í Brussel í dag. Merkel Þýskalandskanslari segir Grikki hins vegar þurfa að skýra hugmyndir sínar betur svo önnur evruríki skilji hvert þeir eru að fara með hugmyndum sínum.Grikkir vongóðir Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna nítján komu saman til neyðarfundar í dag til að reyna að finna lausn á skuldastöðu Grikklands eftir að nýkjörin ríkisstjórn landsins hafnaði skilmálum lánasamninga við Evrópska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn hafði gert. Ynais Vanoufakis fjármálaráðherra Grikklands kom vongóður til neyðarfundarins í Brussel í dag. „Ég er mjög vongóður um að samkomulag náist og treysti því að það muni nást. Grísk stjórnvöld hafa nálgast samstarfsríkin með afgerandi hætti. Við erum ekki einu sinni að fara fram á að þau mæti okkur á miðri leið heldur aðeins hluta leiðarinnar,“ sagði Vanoufakis þegar hann kom til neyðarfundarins. Grikkir fara fram á sex mánaða framlengingu á afborgunum lána sinna sem eru á gjalddaga um næstu mánaðamót á meðan þeir reyni að verða sér út um meira fjármagn. Fljótlega eftir að fjármálaráðherrarnir mættu til neyðarfundarins var honum frestað til eftirmiðdagsins í dag á meðan embættismenn evru-svæðisins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Grikklands færu yfir tillögurnar.Markmið ESB að halda Grikkjum innan evrusvæðisins Angela Merkel kanslari Þýskalands var á fundi með Francois Hollande Frakklandsforseta um ástandið í Úkraínu í París í dag. „Töluverðar framfarir verða að eiga sér stað ef framlengja á gjalddaga af lánum Grikkja þannig að við getum skýrt út fyrir öðrum ríkjum Evrópu hvað samkomulag um það myndi þýða. Það er mörgum tæknilegum spurningum ósvarað. Í þeim málum þarf að vinna og það er brýnt að ákvarðanir verði teknar,“ sagði Merkel. Fjármálaráðherra evru-ríkjanna ynnu nú að lausn málsins. Merkel sagði Grikki hafa fært miklar fórnir sem væru farnar að skila sér og það hafi alla tíð verið markmið þýskra stjórnvalda og annarra ríkja Evrópusambandsins og evru-ríkjanna að halda Grikkjum innan evrusvæðisins. Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ræða við fjármálaráðherra Evrópu Neyðarfundur um áætlanir Grikkja verður haldinn í Brussel 11. febrúar 2015 14:02 SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Neita að framlengja í lánum Grikkja Þjóðverjar hafa hafnað því að Grikkir fái sex mánaða framlengingu á eldri lánasamningum sínum. 19. febrúar 2015 13:29 Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína. 28. janúar 2015 09:55 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Svartsýnir á að samkomulag náist við Grikki Fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í dag til að ræða málefni Grikklands. 16. febrúar 2015 12:04 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fjármálaráðherrar annarra evruríkja en Grikklands hafa lagt fram drög sem gætu orðið að samkomulagi um afborganir Grikkja af skuldum þeirra, eftir neyðarfund evru-ríkjanna í Brussel í dag. Merkel Þýskalandskanslari segir Grikki hins vegar þurfa að skýra hugmyndir sínar betur svo önnur evruríki skilji hvert þeir eru að fara með hugmyndum sínum.Grikkir vongóðir Fjármálaráðherrar evru-ríkjanna nítján komu saman til neyðarfundar í dag til að reyna að finna lausn á skuldastöðu Grikklands eftir að nýkjörin ríkisstjórn landsins hafnaði skilmálum lánasamninga við Evrópska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem fyrri ríkisstjórn hafði gert. Ynais Vanoufakis fjármálaráðherra Grikklands kom vongóður til neyðarfundarins í Brussel í dag. „Ég er mjög vongóður um að samkomulag náist og treysti því að það muni nást. Grísk stjórnvöld hafa nálgast samstarfsríkin með afgerandi hætti. Við erum ekki einu sinni að fara fram á að þau mæti okkur á miðri leið heldur aðeins hluta leiðarinnar,“ sagði Vanoufakis þegar hann kom til neyðarfundarins. Grikkir fara fram á sex mánaða framlengingu á afborgunum lána sinna sem eru á gjalddaga um næstu mánaðamót á meðan þeir reyni að verða sér út um meira fjármagn. Fljótlega eftir að fjármálaráðherrarnir mættu til neyðarfundarins var honum frestað til eftirmiðdagsins í dag á meðan embættismenn evru-svæðisins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Grikklands færu yfir tillögurnar.Markmið ESB að halda Grikkjum innan evrusvæðisins Angela Merkel kanslari Þýskalands var á fundi með Francois Hollande Frakklandsforseta um ástandið í Úkraínu í París í dag. „Töluverðar framfarir verða að eiga sér stað ef framlengja á gjalddaga af lánum Grikkja þannig að við getum skýrt út fyrir öðrum ríkjum Evrópu hvað samkomulag um það myndi þýða. Það er mörgum tæknilegum spurningum ósvarað. Í þeim málum þarf að vinna og það er brýnt að ákvarðanir verði teknar,“ sagði Merkel. Fjármálaráðherra evru-ríkjanna ynnu nú að lausn málsins. Merkel sagði Grikki hafa fært miklar fórnir sem væru farnar að skila sér og það hafi alla tíð verið markmið þýskra stjórnvalda og annarra ríkja Evrópusambandsins og evru-ríkjanna að halda Grikkjum innan evrusvæðisins.
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ræða við fjármálaráðherra Evrópu Neyðarfundur um áætlanir Grikkja verður haldinn í Brussel 11. febrúar 2015 14:02 SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 „Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20 Neita að framlengja í lánum Grikkja Þjóðverjar hafa hafnað því að Grikkir fái sex mánaða framlengingu á eldri lánasamningum sínum. 19. febrúar 2015 13:29 Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína. 28. janúar 2015 09:55 Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Svartsýnir á að samkomulag náist við Grikki Fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í dag til að ræða málefni Grikklands. 16. febrúar 2015 12:04 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Grikkir ræða við fjármálaráðherra Evrópu Neyðarfundur um áætlanir Grikkja verður haldinn í Brussel 11. febrúar 2015 14:02
SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00
„Þjóðverjum hefur ávallt verið illa við peningaprentun“ Evran hefur ekki verið lægri í ellefu og ár og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi og hún gerði í gær í þrjú ár. 24. janúar 2015 13:20
Neita að framlengja í lánum Grikkja Þjóðverjar hafa hafnað því að Grikkir fái sex mánaða framlengingu á eldri lánasamningum sínum. 19. febrúar 2015 13:29
Segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall Nýr forsætisráðherra Grikklands að ríkið muni semja við lánadrottna um 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína. 28. janúar 2015 09:55
Fullviss um að ná samningum um skuldir Grikklands Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, segir að gríska ríkið muni borga skuldir sínar. 31. janúar 2015 22:46
Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49
Svartsýnir á að samkomulag náist við Grikki Fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í dag til að ræða málefni Grikklands. 16. febrúar 2015 12:04
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52