Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2015 19:31 Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga. Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira